Tilkynning: skráning framlengd og 370 ITRA stig fá miða

10. nóvember 2022

Allir skráðir þátttakendur sem hafa 370 stig eða fleiri fá öruggan miða í Laugavegshlaupið 2023, en athugið þó að takmarkað pláss er í boði.

Þau sem skráðu sig fyrir hádegi 10. nóvember og hafa næg stig hafa fengið tölvupóst með staðfestingu um að þau eiga miða í hlaupið. Þau sem ekki hafa fengið tölvupóst, það hefur því verið villa í þeirra skráningum og haft verður samband við þá aðila.

Ákveðið var að framlengja skráninguna til miðvikudagsins 16. nóvember. Þeir hlauparar sem hafa 370 stig fá sjálfkrafa miða í hlaupið meðan skráning er opin. Einnig hefur verið ákveðið að sleppa biðlistum.

Ef ykkur vantar frekari aðstoð með ITRA stigin ykkar, ekki hika við að senda okkur tölvupóst á info@marathon.is.

Samstarfsaðilar

  • Reykjavik Excursions
  • Corsa
  • 66 Norður
  • Suzuki
  • Volcano Huts
  • Ferðafélag Íslands
  • ITRA member
  • Gatorade