Mínar síður

Að skráningu lokinni eignast hver einstaklingur sitt svæði undir heitinu: „Mínar síður“ en það er svæði hlauparans þar sem hægt er að framkvæma eftirfarandi aðgerðir:

  • Breyta persónuupplýsingum
  • Prenta út kvittun
  • Bóka rútuferð
  • Bóka morgunmat
  • Bóka kvöldmat eftir hlaup

Til þess að fara inn á „Mínar síður" þarf netfang skráðs þátttakenda, sendur er síðan innskráningar póstur á það netfang sem þarf að opna og ýta á "verify". Þá opnast nýr gluggi í vafranum sem má loka og halda áfram inn á mínum síðum.

    Rútuferðir

    Rútur eru í boði fyrir þátttakendur. Farið er frá RVK - Landmannalaugar, Húsadalur - RVK. Nánari upplýsingar um rútuferðirnar eru hér. Einungis einn miði á hvern miði á hvern þátttakanda. 

    Rútumiðar fyrir aðstandendur eru aðeins seldir á re.is

    Matur í húsadal

    Volcano Huts er staðahaldari í Húsadal og rekur þar alla aðstöðu. Allir þátttakendur fá tilboð um að kaupa heitan mat á sérstöku verði fyrir sjálfan sig og aðstandendur og fá matinn gegn framvísun matarmiða eða þátttökuarmbands. Boðið verður uppá ostborgara, grænmetisborgara (vegan) og súpuhlaðborð (einnig vegan í boði).

    Hægt er að velja milli einnar eða fleiri máltíða.

    Morgunmatur í Hrauneyjum

    Á leiðinni frá Reykjavík til Landmannalauga verður gert 30 mínútna morgunverðarstopp í Hrauneyjum. Líkt og síðustu ár verður í boði morgunverðarhlaðborð með fjölbreyttu úrvali þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Samstarfsaðilar

  • Reykjavik Excursions
  • 66 Norður
  • Suzuki
  • Volcano Huts
  • Ferðafélag Íslands
  • ITRA member
  • Gatorade