
Laugavegshlaupið fer fram 15. júlí 2023
Tímalína
- 3. nóvember kl. 12:00 - Skráning opnar í Laugavegshlaupið 2023.
- 16. nóvember kl. 12:00 - Skráning lokar í Laugavegshlaupið 2023.
- 17. nóvember kl. 12:00 - Tilkynnt verður hverjir komust í Laugavegshlaupið 2023.
- 17. - 24. nóvember - Endurgreiðslur til þeirra sem fengu ekki miða
- 30. desember - Síðasti dagur 75% endurgreiðslu.
- 1. mars - Síðasti dagur 50% endurgreiðslu.
- 8. maí - síðasti dagur til að breyta áætluðum lokatíma.
- 15. júlí - Hlaupið fer fram!
Skráning
Skráning opnar í hádeginu fyrsta föstudag í nóvember eða föstudaginn 3. nóvember 2022 og er opin í viku til 10. nóvember.
Skilyrðin til að taka þátt í Laugavegshlaupinu 2023 eru 370 ITRA stig. Sæti verða á boði fyrir stigahæstu hlauparana í fyrsta sæta úthlutuninni og verður þetta skipt jafnt milli kynja. Þau sem ekki fá sæti í fyrstu úthlutun fara í lottóið sem dregið verður úr.
Mikilvægt er að allar upplýsingar um ITRA stigin í umsókninni komi skýrt fram og séu rétt.
Úthlutunin:
- Stigahæstu ITRA stigs hlauparar karla, kvenna og kvára fá fyrstu úthlutun.
- Lottó: Skráningar fyrir hlaupara með 370 ITRA stig eða fleiri.
Greiðsla á þátttökugjaldi
Greitt er fyrir þátttöku með greiðslukorti. Þeir hlauparar sem fá ekki úthlutað skráningu 17. nóvember og fara á biðlista fá endurgreitt á kortið sitt fyrir 24. nóvember.
* ÍBR tekur 11.550 kr umsýslugjald við vinnslu umsóknar þeirra sem komast inn í hlaupið, þetta er hluti af skráningargjaldinu. Þessi hluti gjaldsins er ekki endurgreiðanlegur (fyrir þá sem komast inn í hlaupið).
Úrvinnsla umsókna
Að umsóknarfresti liðnum fer starfsfólk ÍBR yfir ITRA stig hlaupara með því að keyra saman gagnagrunn ITRA og skráningarkerfi Laugavegshlaupsins. Ákveðinn fjöldi sæta í hlaupið fer til stigahæstu hlauparanna.
Þátttökuskilyrðin fyrir skráningu í Laugavegshlaupið 2023 eru 370 ITRA stig. Mikilvægt er að allir skoði vel ITRA stigin sín og skrifi þau rétt inn í skráningarkerfið. Ef eftirspurn er meiri en framboð af sætum í hlaupið verður biðlisti fyrir þá sem komast ekki inn úr lottóinu. Allar gildar umsóknir fá slembitölu. Úthlutun slembitalna á umsóknum er framkvæmd af starfsmanni ÍBR og fulltrúa frá langhlaupanefnd FRÍ. Slembitölurnar ráða því hvar í röð umsókn lendir.
Þær umsóknir sem fá EKKI úthlutað skráningu fara sjálfkrafa á biðlista og ræður slembitala sem umsóknin fékk í upphafi því hvar á biðlista umsókn lendir. Þannig lendir sú umsókn sem hefur lægstu slembitöluna fremst á biðlista. Hægt verður að nálgast biðlistann á heimasíðu hlaupsins.
Áætlað er að hlauparar fá tilkynningu um niðurstöðu umsóknar fimmtudaginn 17. nóvember 2022.
Ef umsækjandi hyggst ekki nýta skráninguna sem hann hefur fengið úthlutað og greitt, skal hann láta ÍBR vita með því að senda póst á info@marathon.is. Ekki er hægt að breyta skráningu úr einu nafni yfir á annað, né færa skráninguna yfir á næsta ár.
ATHUGIÐ
- Fyrir 31. desember fá hlauparar 75% endurgreitt
- Fyrir 1. mars fá hlauparar 50% endurgreitt
- Engin endurgreiðsla er við afskráningu eftir 1. mars
Góðgerðarskráning
Boðið verður upp á góðgerðarskráningar, þar sem stór hluti þátttökugjaldsins fer til góðgerðarmála sem hlaupari getur valið í skráningarferlinu.
Opnað verður fyrir góðgerðarskráningu 1. desember kl. 12:00 og verður hún opin meðan laus sæti eru í boði. Fyrstur kemur fyrstur fær. Í skráningarferlinu skráir þú kreditkorta upplýsingar, þegar umsækjandi fær úthlutað skráningu verður þátttökugjaldið tekið af kortinu.
Þriðjaskiptareglan
Hafi hlaupari ekki fengið úthlutað skráningu tvö ár í röð fær hann örugga skráningu í þriðja skiptið sem hann sækir um. Þessi regla tekur fyrst gildi fyrir umsóknir um hlaupið 2022 og verður hlaupari að sækja um árlega og hafa ITRA stigin sem þarf.