*Dagskráin er birt með fyrirvara um breytingar*
Þátttakendur sækja hlaupagögnin og skila af sér auka farangri fyrir Bláfjallakvísl dagana 9. og 10. júlí. Nánari upplýsingar má finna hér.
Lagt er af stað úr Skautahöllinni í Laugardalnum í Reykjavík kl. 4:30 og 5:00, fer eftir ráshópum að morgni hlaupadags og ekið í Landmannalaugar með stuttu stoppi á leiðinni í Þjónustumiðstöðinni Hrauneyjum. Ferðin tekur um þrjár og hálfa klukkustund. Hlauparar sem taka rútuna eru vinsamlega beðnir um að leggja bílum sínum við Laugardalshöll en ekki við Fjölskyldu- og Húsdýragarðinn.
Hlaupið hefst við skála Ferðafélags Íslands í Landmannalaugum, laugardaginn 11. júlí 2026 kl. 09:00 og lýkur í Húsadal í Þórsmörk.
Hlaupurum er skipt upp í fimm hópa, eftir áætluðum lokatíma. Litur á þátttökunúmerum segir til um hvaða hópi hver tilheyrir.
Áætluð dagskrá hlaupdags laugardaginn 11. júlí 2026
*Birt með fyrirvara um breytingar sem kunna að vera gerðar þegar nær dregur hlaupi
Rútur leggja af stað frá Skautahöllinni í Laugardal. Þátttakendum er úthlutað ráshóp eftir áætluðum lokatíma. Hver ráshópur leggur af stað á mismunandi tímum frá Skautahöllinni í Laugardal.
4:30 Þátttakendur í gulum ráshóp leggja af stað
4:30 Þátttakendur í rauðum ráshóp leggja af stað
4:30 Þátttakendur í grænum ráshóp leggja af stað
5:00 Þátttakendur í bláum ráshóp leggja af stað
5:00 Þátttakendur í bleikum ráshóp leggja af stað
6:30 Morgunverðarstopp í Hrauneyjum gulur, rauður og grænn ráshópur í Hrauneyjum í 30 mín
7:00 Morgunverðarstopp í Hrauneyjum blár og bleikur ráshópur í Hrauneyjum í 30 mín
8:30 Áætluð koma í Landmannalaugar gulur, rauður og grænn ráshópur
9:00 Áætluð koma í Landmannalaugar blár og bleikur ráshópur
Athugun öryggisbúnaðar í Landmannalaugum:
Allir hlauparar þurfa að vera með þátttökunúmer að framan í mittishæð eða ofar. Við inngöngu í ráshólf í Landmannalaugum verður farið yfir öryggisbúnað hlaupara og gengið úr skugga um að allir séu með álteppi, flautu og síma meðferðis.
Landmannalaugar:
08:45 Uppröðun í ráshólf gulan ráshóp
08:50 Uppröðun í ráshólf rauðan ráshóp
08:55 Uppröðun í ráshólf grænn ráshóp
09:00 Gulur hópur ræstur af stað
09:05 Rauður hópur ræstur af stað
09:10 Grænn hópur ræstur af stað
09:15 Uppröðun í ráshólf blár ráshópur
09:15 Uppröðun í ráshólf bleikur ráshópur
09:30 Blár hópur ræstur af stað
09:35 Bleikur hópur ræstur af stað
Álftavatn og Emstrur tímatakmörk:
Tímatakmörk eru 4 klst við Álftavatn og 6 klst og 30 mín við Emstruskála. Þeir þátttakendur sem ekki ná að fara útaf drykkjarstöð við Álftavatn innan 4 klst. og útaf drykkjarstöð í Emstrum innan 6 klst og 30 mín. Verða stöðvaðir og þeim ekið til Reykjavíkur. Sjá nánar hér.
Húsadalur:
13:00 Fyrsti karlhlaupari væntanlegur
13:30 Fyrsti kvenhlaupari væntanlegur
14:00 Heitur matur tilbúin fyrir þau sem hafa keypt mat
17:30 Áætluð brottför fyrstu rútu til Reykjavíkur
18:00 Verðlaunaafhending
18:50 Síðustu hlauparar koma í mark
20:30 Áætluð koma fyrstu rútu til Reykjavíkur
21:00 Áætluð brottför síðustu rútu til Reykjavíkur
00:00 Áætluð koma síðustu rútu til Reykjavíkur
Þeir hlauparar sem keypt hafa sér far með rútu á vegum hlaupsins til Reykjavíkur þurfa að fara í röð við rúturnar og fer sú fyrsta af stað þegar hún er orðin full um kl.17:30 og sú síðasta kl. 21:00. Sjá nánar um rútuferðir hér.
