Kort

Vegalengdin frá Landmannalaugum í Þórsmörk er um 55 km. Stígur er alla leiðina þar sem undirlag er að mestu leyti sandur, möl, gras, snjór, ís og vatnsföll. Leiðin er mjög vel stikuð þannig að ekki ætti að vera mikil hætta á að farið sé af leið. Nákvæma leiðarlýsingu er að finna hér á síðunni.

Loading...
Kort af hlaupaleiðinni

Hæðarkort

Samkvæmt nákvæmum landfræðilegum mælingum eru hæðarbreytingar á Laugaveginum töluverðar. Hlaupið hefst í Landmannalaugum sem eru um 600 metrar yfir sjávarmál. Hæsti punktur leiðarinnar, Hrafntinnusker, er í tæplega 1100 metra hæð. Endamarkið í Þórsmörk er síðan töluvert lægra eða í um 200 metra hæð yfir sjávarmáli. Meðfylgjandi mynd sýnir yfirlit yfir hæðarbreytingar ásamt stuttum upplýsingum um þjónustuna á leiðinni.

Hæðarkort

Þrátt fyrir að hækkun um 500 metra og lækkun um 900 metra hljómi ekki sem sérstaklega mikill bratti er um miklar hæðarbreytingar að ræða. Á leiðinni er farið mikið upp og niður og hafa margir farið flatt á því að fara of hratt í mestu hækkunina upp í Hrafntinnusker. Samkvæmt reyndum Laugavegshlaupurum sem hafa notað Garmin GPS tæki til mælinga er heildarhækkun u.þ.b. 1900 metrar og heildarlækkun um 2200 metrar.

Hér að neðan má skoða áhugaverðar erlendar síður um Laugaveginn og Álftavatn.

Samstarfsaðilar

  • Reykjavik Excursions
  • 66 Norður
  • Suzuki
  • Volcano Huts
  • Ferðafélag Íslands
  • ITRA member
  • Gatorade