Þjónusta á hlaupaleiðinni

Drykkjarstöðvar

Skert þjónusta verður á drykkjarstöðvum og hlauparar því hvattir til að bera með sér sína eigin næringu. Starfsmenn munu aðstoða hlaupara við að fylla á drykkjarílát sem hlauparar eru með á sér og rétta þeim þá næringu sem þeir biðja um. Þátttakendur mega ekki hjálpa sér sjálfir og eru þessar ráðstafanir gerðar í samráði við Landlækni.

Aðaldrykkjarstöðvar eru við Hrafntinnusker, Álftavatn, Emstrur og Þórsmörk þar sem boðið er upp á drykki (vatn og Gatorade). Í Álftavatni verður boðið upp á banana. Boðið verður upp á banana, súkkulaði og Pepsi í Emstrum og í markinu. Einnig verða drykkir á leiðinni, á söndunum, við Kápu og Þröngá og svo er hægt að drekka lindarvatn úr lækjum og ám eftir árferði. Sjá nánar í meðfylgjandi töflu. 

Vegna umhverfissjónarmiða verða engin glös eða drykkjarílát á drykkjarstöðum og verða því allir þátttakendur að koma með sitt eigið. 

Drykkjarstöð
km
vatn
Gatorade
Pepsi
sykur vatn
bananar
súkkulaði
ávextir
Hrafntinnusker
10
X
X
X

Hrafntinnusker|10|X|X|||X|||

Álftavatn
22
x
x
x
x
x

Álftavatn|22|x|x||x|x|x|

Sandar
32
X

Sandar|32|X|||||||

Emstrur
38
X
X
X
X
X
X

Emstrur|38|X|X|X|X|X|X||

Ljósá
49
X
X
X
X

Ljósá|49|X|X|X|||X||

Þröngá
50
X
X
X
X

Þröngá|50|X|X|X|X||||

Húsadalur
55
X
X
X
X
X

Húsadalur|55|X||X||X|X|X|

Salerni

Salerni eru í Landmannalaugum, Hrafntinnuskeri, Álftavatni, Emstrum og Þórsmörk. Algjört bann er við losun mannlegs úrgangs utan salerna.

Talning og öryggisþjónusta

Starfsmenn á hlaupaleiðinni sjá um talningu í öryggisskyni við Álftavatn og Emstur og gæta tímamarka þar. Einnig veita þeir öryggisþjónustu yfir þær ár sem talið er að hjálpar sé nauðsynlega þörf.

Auka farangur

Auka farangur þátttakenda verður fluttur að Bláfjallakvísl. Athugið að þessi farangur fer beint til Reykjavíkur eftir hlaup, hann fer aldrei í Þórsmörk. 

Starfsmenn

Starfsmenn Íþróttabandalags Reykjavíkur sjá um skipulag og framkvæmd Laugavegshlaupsins, þeir eru staðsettir við upphaf hlaups í Landmannalaugum og á marksvæði í Þórsmörk. Starfsmenn hlaupsins á leiðinni eru hlaupahópur frá Selfossi, Frískir Flóamenn og björgunarsveitarfólk úr Björgunarfélagi Árborgar frá Selfossi. Alls eru það fimmtíu menn og konur með fimm fjallabíla sem þjónusta hlaupara á leiðinni. Aðrir starfsmenn eru staðsettir í Húsadal og eru þeir flestir sjálfboðaliðar úr röðum hlaupara. Læknir og hjúkrunarfræðingar verða staðsettir við endamark í Húsadal, einnig verður hjúkrunarfræðingur í Emstrum.

Að gefnu tilefni skal það tekið fram að á stórum hluta leiðarinnar eru starfsmenn ekki sjáanlegir. Gengið er útfrá því að þátttakendur hafi kynnt sér vel leiðarlýsingu og séu þannig búnir að þeir geti beðið lengi eftir aðstoð ef upp koma meiðsli eða annað óvænt.

Samstarfsaðilar
 • Reykjavik Excursions
 • Hoka - Sportís
 • 66 Norður
 • Suzuki
 • margt smátt
 • Volcano Huts
 • Ferðafélag Íslands
 • Bændaferðir
 • ITRA member
 • Gatorade
 • Avis

Netfang: [email protected] - Sími: 535 3700

Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) var stofnað 1944 og eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík. Árlega hefur Íþróttabandalagið umsjón með fimm stórum íþróttaviðburðum: Laugavegshlaupið í júlí, Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka í ágúst, Miðnæturhlaup Suzuki í júní, Norðurljósahlaup Orkusölunnar í febrúar og Reykjavíkurleikar í janúar.