Afhending gagna

Mikilvægt er að allir þátttakendur komi og sæki hlaupagögnin sín dagana 11.-12. júlí m.a. til að missa ekki af síðustu upplýsingum fyrir hlaupið.

Afhending hlaupagagna fer fram í Laugardalshöll, gengið er inn að framanverðu þ.e. frá Engjavegi. Hlaupagögn verða afhent fimmtudaginn 11. júlí milli kl. 10:00 og 18:00 og föstudaginn 12. júlí milli kl. 09:00 og 17:00.

Athugið að farangur sem flytja á að Bláfjallakvísl þarf að berast í Laugardalshöll fyrir kl. 17:00 föstudaginn 12. júlí. Ekki er tekið á móti farangri í plastpokum, eingöngu í litlum töskum/bakpokum, sjá nánar hér.

Við afhendingu hlaupagagna þarf að undirrita skilmála og framvísa persónuskilríkjum.

Þau sem pöntuðu rútu og mat þurfa að greiða fyrir það við afhendingu gagna.

Samstarfsaðilar

Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) var stofnað 1944 og eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík. Árlega hefur Íþróttabandalagið umsjón með sex stórum íþróttaviðburðum: Laugavegshlaupið í júlí, Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka í ágúst, Tour of Reykjavik og Miðnæturhlaup Suzuki í júní, Norðurljósahlaup Orkusölunnar í febrúar og Reykjavíkurleikar í janúar.