Tímataka

Sjálfvirk tímataka er í Laugavegshlaupinu. Notaður verður tímatökubúnaður frá timataka.net sem samanstendur af línu í rásmarki, sem hlauparar fara yfir í byrjun og enda hlaups og flögu. Flagan er á ökklabandi sem hver og einn hlaupari verður að festa vel á ökklann, best er að hafa ökklabandið utan á sokknum og það má ekki vera hærra en 40 cm frá jörðu. Flagan geymir númer sem tengt er viðkomandi hlaupara og tímatakan hefst þegar farið er í gegnum tímatökuhlið í byrjun hlaups og lýkur þegar hlaupari kemur í mark.

Fótur með ökklabandi og áfastri flögu

TÍMATAKAN

Tekinn er tími frá því að startskot hvers ráshóps ríður af, svokallaður byssutími. Byssutími er sá tími sem gildir til úrslita í hlaupinu en flögutími gefur nákvæman persónulegan árangur hlaupara, óháð því hve aftarlega í ráshópnum hann var við ræsingu. Byssutíminn í hverjum ráshóp er einnig notaður þegar hlauparar eru stoppaðir vegna tímatakmarka í Álftavatni og Emstrum. Allir fá því jafnlangan tíma til að ná tímatakmörkunum óháð í hvaða ráshópi þeir eru.

Þar sem hlaupið verður ræst í nokkrum ráshópum sem ræstir eru með fimm mínútna millibili þarf röð þátttakenda í mark ekki endilega að endurspegla nákvæmlega röð þeirra í úrslitum. Klukkan í markinu sýnir tímann sem liðinn er frá því að fyrsti ráshópurinn hóf hlaupið. Nánari upplýsingar um ráshópa er að finna hér

Millitímahlið verða staðsett í Álftavatni, 22 km og í Emstrum, 38 km. Þar fá keppendur skráðan millitíma svo framarlega sem þeir fara í gegnum hliðin sem staðsett eru við útgang drykkjarstöðvanna.

Stefnt er að því að vera með lifandi úrslit á vefnum en vegna óstöðugs gsm sambands á svæðinu er ekki hægt að lofa því.

ÖKKLABANDINU OG FLÖGUNNI SKILAÐ

Allir þátttakendur fá flöguna og ökklabandið á leigu, sem er innifalið í þátttökugjaldinu. Að hlaupi loknu þarf hver og einn þátttakandi að skila ökklabandinu með flögunni og afhenda hana starfsmönnum hlaupsins sem staðsettir verða í sjúkratjaldinu. Flagan er virk í þetta eina hlaup. Hægt er að virkja flöguna aftur og þess vegna er verðgildi í henni fyrir hlauphaldara. ÞÁTTTAKENDUR ERU BEÐNIR AÐ VIRÐA SKILAÁKVÆÐI vegna umhverfissjónarmiða og kostnaðar. Flagan ásamt hlaupanúmeri hefur verið skráð á nafn þátttakanda og gildir eingöngu fyrir þann einstakling. Skili viðkomandi ekki flögunni til starfsmanna getur hann fengið 5.000 kr bakreikning.

Mynd af fötu og sýnt að skila eigi flögunni í fötuna.

Samstarfsaðilar
 • Reykjavik Excursions
 • Hoka - Sportís
 • 66 Norður
 • Suzuki
 • margt smátt
 • Volcano Huts
 • Camelbak
 • Korta
 • Ferðafélag Íslands
 • Bændaferðir
 • ITRA member
 • Gatorade

Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) var stofnað 1944 og eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík. Árlega hefur Íþróttabandalagið umsjón með fimm stórum íþróttaviðburðum: Laugavegshlaupið í júlí, Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka í ágúst, Miðnæturhlaup Suzuki í júní, Norðurljósahlaup Orkusölunnar í febrúar og Reykjavíkurleikar í janúar.