Tímataka

Sjálfvirk tímataka er í Laugavegshlaupinu. Notaður verður tímatökubúnaður frá Race Results og Corsa sem samanstendur af skynjurum og tímatökuflögu sem er innbyggð í þátttökunúmeri hvers og eins hlaupara. Flagan geymir númer sem tengt er viðkomandi hlaupara og tímatakan hefst þegar farið er í gegnum tímatökuhlið í Landmannalaugum, Álftavatni, Emstrum og Húsadal. Athugið að það eru ekki mottur í tímatökuhliði heldur skynjarar sem nema tímatökuflöguna.

TÍMATAKAN

Tekinn er tími frá því að startskot hvers ráshóps ríður af, svokallaður byssutími. Byssutími er sá tími sem gildir til úrslita í hlaupinu en flögutími gefur nákvæman persónulegan árangur hlaupara, óháð því hve aftarlega í ráshópnum hann var við ræsingu. Byssutíminn í hverjum ráshóp er einnig notaður þegar hlauparar eru stoppaðir vegna tímatakmarka í Álftavatni og Emstrum. Allir fá því jafnlangan tíma til að ná tímatakmörkunum óháð í hvaða ráshópi þeir eru.

Þar sem hlaupið verður ræst í nokkrum ráshópum þarf röð þátttakenda í mark ekki endilega að endurspegla nákvæmlega röð þeirra í úrslitum. Klukkan í markinu sýnir tímann sem liðinn er frá því að fyrsti ráshópurinn hóf hlaupið. Nánari upplýsingar um ráshópa er að finna hér. 

Millitímahlið verða staðsett í Álftavatni, 22 km og í Emstrum, 38 km. Þar fá keppendur skráðan millitíma svo framarlega sem þeir fara í gegnum hliðin sem staðsett eru við útgang drykkjarstöðvanna.

Stefnt er að því að vera með lifandi úrslit á vefnum en vegna óstöðugs gsm sambands á svæðinu er ekki hægt að lofa því.

Vinsamlegast lesið vel rauða textann á myndinni hér að neðan.

Samstarfsaðilar

  • Reykjavik Excursions
  • Corsa
  • 66 Norður
  • Suzuki
  • Volcano Huts
  • Ferðafélag Íslands
  • ITRA member
  • Gatorade