
GPS ferill
Það getur verið gott að hafa hlaupaleiðina í úrinu eða GPS tækinu sínu á Laugaveginum til að villast ekki af leið. Hægri smellið á hnappinn hér fyrir neðan til að vista GPX skrá sem inniheldur GPS feril leiðarinnar ásamt upplýsingum um staðsetningar drykkjarstöðva og tímatakmarka. GPS ferillinn er fenginn frá hlauparanum Sigurði Kiernan en Garminbúðin setti inn upplýsingar um stöðvar.
GPS punktar
Eftirfarandi eru GPS punktar fyrir helstu kennileiti á Laugaveginum.
Punktarnir eru fengnir frá Brynju Guðmundsdóttur, verkfræðing hjá Samsýn.