- 10. nóv. 2022
Tilkynning: skráning framlengd og 370 ITRA stig fá miða
Allir skráðir þátttakendur sem hafa 370 stig eða fleiri fá öruggan miða í Laugavegshlaupið 2023, takmarkað pláss í boði.
- 14. okt. 2022
ITRA stig - það sem þú þarft að vita
Hvað er ITRA stig og hverju þarf að huga að fyrir skráningu í næstu Laugavegshlaup, en það þarf að lágmarki 370 stig til að komast inn í Laugavegshlaupið.
- 13. okt. 2022
Íþróttabandalag Reykjavíkur opnar fyrir kynsegin skráningar í alla hlaupaviðburði 2023
Íþróttabandalag Reykjavíkur er alltaf að vinna í því að búa til betra samfélag og munum opna fyrir skráningar fyrir kynsegin þátttakendur í hlaupaviðburðum ÍBR 2023.
- 7. okt. 2022
Skráning fyrir Laugavegshlaupið 2023 opnar 3. nóvember
Laugavegshlaupið fer fram þann 15. júlí, 2023. Skráningin opnar í hádeginu þann 3. nóvember, ekki gleyma að setja það í dagatalið!
- 18. júlí 2022
Sigurvegarar í aldursflokkum 2022
Keppt er í sex aldursflokkum karla og kvenna. Við óskum öllum sigurvegurum innilega til hamingju með árangurinn.
- 15. júlí 2022
15. júlí - Veðurspá
Breytingar eru á spánni til hins betra. Mikið lægir um morguninn eftir hvassan vind næturinnar. Framan af þó blástur, skúraveður og þoka líkleg efst á fjöllum. Síðan þurrt og sólarglennur. Nú er gert ráð fyrir stífri golu á köflum frá Emstrum.
- 14. júlí 2022
Þökkum Björgunarsveitunum fyrir aðstoðina
Meðlimir Björgunarsveitarinnar Súlur (frá Akureyri) og Flugbjörgunarsveit Reykjavíkur hafa verið á vöktum við snjómokstur í Laugahrauni (byrjun Laugavegsins) síðan í byrjun mánaðarins.
- 13. júlí 2022
13. júlí - Veðurspá
Veðurskilunum á föstudag er nú spáð aðeins seinna og því helst vindurinn lengur fram á morguninn. Á hlaupaleiðinni fram að Jökultungum, með skúrum/rigningu þar og jafnvel þoku. Síðan lægir og rofar til, en áfram líklega skúrir
- 12. júlí 2022
Myndir frá Laugaveginum 8-9. júlí
Skokkhópur Hauka hljóp og gekk Laugaveginn á tveimur dögum, dagana 8.-9. júlí. Þær Emilía og Álfheiður sendu okkur myndir
- 11. júlí 2022
11. júlí - Veðurspá
Rignir í dag föstudag og skúrir fram á nótt, en hæg breytileg átt og þurrt á morgun. Skýjað snemma í fyrramálið en léttir til fyrir hádegi.
- 7. júlí 2022
Upplýsingahefti 2022
Laugavegshlaupið verður haldið í 26. sinn laugardaginn 16. júlí, hér má finna allar upplýsingar sem hlauparar þurfa að kynna sér.
- 5. júlí 2022
Ráshópar 2022
Þátttakendum í Laugavegshlaupinu 2022 hefur verið raðað í fimm ráshópa. Hóparnir verða ræstir með nokkurra mínútna millibili til að minnka troðning í upphafi hlaups í Landmannalaugum og til þess að sem réttastur tími fáist hjá þátttakendum. Reynt var að taka tillit til óska um hlaupafélaga eins og hægt var.
- 4. júlí 2022
Myndir frá Laugaveginum 1. júlí
Laugavegshlaupið fer fram 16. júlí. Veðurfar getur oft haft áhrif á aðstæður. Við viljum endilega fá myndir frá göngugörpum sem fara leiðina þegar nálgast Laugavegshlaupið. Hér má sjá nokkrar myndir af Laugaveginum 1. júlí.
- 1. mars 2022
Laugavegshlaupið er utanvegahlaup ársins
Laugavegshlaupið var kosið utanvegahlaup ársins hjá hlaup.is
- 15. des. 2021
Uppselt er í góðgerðar skráninguna
Góðgerðarskráning er partur af þessu nýja skráningarkerfi þar sem hægt er að kaupa miða frá 1. desember, en aðeins 20 miðar voru í boði í góðgerðarskráningunni, en þeir eru nú allir seldir.
- 3. nóv. 2021
ITRA stig - Performance Index
Upplýsingar um ITRA stig, stigasöfnun fyrir Laugavegur Ultra og ITRA aðgang hlaupara.
- 20. júlí 2021
Liðakeppni 2021 úrslit
Úrslit í liðakeppni karla, kvenna og blönduðum liðum má finna hér.
- 18. júlí 2021
Sigurvegarar í aldursflokkum 2021
Keppt er í sex aldursflokkum karla og kvenna. Við óskum öllum sigurvegurum innilega til hamingju með árangurinn.
- 17. júlí 2021
Andrea og Andrew sigruðu í Laugavegshlaupinu
Andrea Kolbeinsdóttir hljóp sitt fyrsta hlaup og setti nýtt brautarmet.
- 15. júlí 2021
Nýtt skráningarkerfi í Laugavegshlaupið 2022 og 2023
Laugavegur Ultra Maraþon hefur notið mikilla vinsælla síðustu ár og eftirspurnin er alltaf að aukast. Nú kynnum við nýtt skráningarfyrirkomulag sem byggist á stigakerfi ITRA og útdrætti.
- 14. júlí 2021
PICA myndir á Laugaveginum 2021
Í Laugavegshlaupinu 2021 ætlum við að notast við PICA ljósmynda appið. Á leiðinni í ár verða 4-5 ljósmyndarar, svo mundu að brosa til þeirra.
- 9. júlí 2021
Upplýsingahefti 2021
Laugavegshlaupið verður haldið í 25. sinn laugardaginn 17. júlí, hér má finna allar upplýsingar sem hlauparar þurfa að kynna sér.
- 7. júlí 2021
Ráshópar 2021
Þátttakendum í Laugavegshlaupinu 2021 hefur verið raðað í fimm ráshópa. Hóparnir verða ræstir með nokkurra mínútna millibili til að minnka troðning í upphafi hlaups í Landmannalaugum og til þess að sem réttastur tími fáist hjá þátttakendum. Reynt var að taka tillit til óska um hlaupafélaga eins og hægt var.
- 7. júlí 2021
Ráshópar 2021
Þátttakendum í Laugavegshlaupinu 2021 hefur verið raðað í fimm ráshópa. Hóparnir verða ræstir með nokkurra mínútna millibili til að minnka troðning í upphafi hlaups í Landmannalaugum og til þess að sem réttastur tími fáist hjá þátttakendum. Reynt var að taka tillit til óska um hlaupafélaga eins og hægt var.
- 28. maí 2021
50 hlauparar fengu auka miða í Laugavegshlaupið 2021
Hátt í 100 þátttakendur skráðu sig og voru 50 hlauparar dregnir úr pottinum í dag, föstudaginn 28. maí að viðstöddum Friðleifi Friðleifssyni fulltrúa frá Frjálsíþróttasambandi Íslands.
- 18. maí 2021
Sætum bætt við Laugavegshlaupið
Skráning fyrir Laugavegshlaupið 2021 opnar aftur 26. maí kl. 12.00. 50 hlauparar munu næla sér í sæti í hlaupinu.
- 15. apríl 2021
Vinnuhópur skoðar frekari bætingar
Vinnuhópurinn tekur fyrir þætti sem koma að umgjörð og skipulagsh laupsins. Stefnt verður að nýju fyrirkomulagi á skráningum á næsta ári.
- 13. apríl 2021
Undirritun samstarfssamninga
Í mars var undirritaður nýr samstarfssamningur milli Íþróttabandalags Reykjavíkur, Frískra Flóamanna og Björgunarfélags Árborgar um brautargæslu í Laugavegshlaupinu næstu þrjú árin.
- 8. jan. 2021
Fréttatilkynning
Skráning í Laugavegshlaupið 2021 fór fram í dag og seldist upp í hlaupið á innan við hálftíma. Laugavegshlaupið er að verða sífellt vinsælla og komast því miður færri að en vilja.
- 8. jan. 2021
Fullt í Laugavegshlaupið 2021
Fullbókað er nú í Laugavegshlaupið 2021 og hefur skráningu því verið lokað.
- 8. jan. 2021
Skráning er hafin
Skráning í Laugavegshlaupið 2021 sem fram fer laugardaginn 17.júlí er hafin.
- 10. des. 2020
Skráning í Laugavegshlaupið hefst 8. janúar
- 21. júlí 2020
Liðakeppni úrslit
Úrslit í liðakeppni karla, kvenna og blönduðum liðum má finna hér.
- 21. júlí 2020
Sigurvegarar í aldursflokkum
Keppt er í sex aldursflokkum karla og kvenna og óskum við öllum sigurvegurum til hamingju með árangurinn.
- 19. júlí 2020
Höskuldur hljóp í tuttugasta sinn
Höskuldur Kristvinsson lauk sínu tuttugasta Laugavegshlaupi í gær.
- 18. júlí 2020
Nýtt mótsmet
Nú er stór partur hlaupara búinn að klára hlaupið en Rannveig Oddsdóttir setti nýtt mótsmet þegar hún kom í mark í Húsadal í dag.
- 16. júlí 2020
Myndir frá Laugaveginum 15. júlí
Laugavegshlaupið fer fram á morgun, Laugardaginn 18. júlí. Veðurfar getur oft haft áhrif á aðstæður. Okkur bárust myndir frá leiðinni þar sem göngugarpar fóru hana í vikunni og hreinsuðu meðal annars suma stíga af stórgrýttu grjóti.
- 15. júlí 2020
Upplýsingaheftið 2020
Í heftinu má finna allar helstu upplýsingar og leiðbeiningar fyrir hlaupið í ár á einum stað.
- 15. júlí 2020
Ráðstafanir vegna Covid-19
Vegna Covid-19 vill framkvæmdaraðili, minna þátttakendur á að hver og einn ber ábyrgð á eigin sóttvörnum, að virða viðmið um tveggja metra nándarmörk og að safnast ekki saman við endamark. Ef þátttakandi finnur fyrir flenskueinkennum (hósti, hiti, bein- og vöðvaverkir, þreyta) þá viljum við biðla til viðkomandi að vera heima.
- 20. maí 2020
Aftur fullbókað í Laugavegshlaupið 2020
Fullbókað er aftur í Laugavegshlaupið 2020 og hefur skráningu verið lokað. Opnað var aftur fyrir skráningu þar sem ekki allir hlauparar sáu sér fært um að taka þátt vegna óvissuástandsins sem ríkt hefur.
- 7. maí 2020
Tilkynning: Sætum hefur verið bætt við hlaupið í ár
Ákveðið hefur verið að bæta við sætum í hlaupið í ár í ljósi aðstæðna. Þeir sem búa erlendis og geta ekki ferðast á milli landa geta fært skráninguna sína yfir á næsta ár.
- 27. apríl 2020
Laugavegurinn Ultra Maraþon 2020
Í samstarfi við Almannavarnir er unnið hörðum höndum að því að halda Laugavegshlaupið í sumar. Frekari upplýsinga er að vænta mjög fljótlega.
- 10. mars 2020
Upplýsingar vegna COVID-19
Laugavegshlaupið 2020 fer fram þann 18. júlí næstkomandi nema annað komi í ljós. Við munum bregðast við þeim leiðbeiningum sem okkur berast.
- 10. jan. 2020
Fullt í Laugavegshlaupið 2020
Fullbókað er nú í Laugavegshlaupið 2020 og hefur skráningu því verið lokað. Ekki verður boðið uppá skráningu á biðlista. Þeim sem ekki náðu að skrá sig í ár er bent á að Laugavegshlaupið 2021 fer fram laugardaginn 17.júlí og hefst skráning í janúar 2021.
- 10. jan. 2020
Skráning er hafin
Skráning í Laugavegshlaupið 2020 sem fram fer laugardaginn 18.júlí er hafin. Skráning verður opin til 30.júní nema fullbókað verði í hlaupið fyrir þann tíma. Árið 2019 varð uppselt í hlaupið innan við þremur sólarhringum eftir að skráning hófst og því er mælt með að þau sem stefna á þátttöku skrái sig fyrr en síðar.
- 30. des. 2019
Skráning hefst 10.janúar
Skráning í Laugavegshlaupið sem fram fer laugardaginn 18. júlí 2020 hefst föstudaginn 10. janúar 2020 klukkan 12:00 á hádegi. Upplýsingar um verð, skilmála o.þ.h. eru nú aðgengilegar hér á vef hlaupsins.
- 10. des. 2019
Gjafabréf - ávísun á upplifun og hreyfingu
Viltu gefa ávísun á skemmtilega upplifun og hreyfingu? Þá er gjafabréf Íþróttabandalags Reykjavíkur sem gildir sem greiðsla í Laugavegshlaupið og þrjá aðra íþróttaviðburði góð hugmynd.
- 16. okt. 2019
Næstu hlaup
Laugavegshlaupið er 55 kílómetra langt utanvegahlaup sem haldið verður í 24. sinn þann 18. júlí 2020 og 25.sinn þann 17.júlí 2021. Skráning í Laugavegshlaupið 2020 hefst í janúar 2020 og verða nánari upplýsingar um fyrirkomulag skráninga birtar í lok desember 2019.
- 8. ágúst 2019
Allir hlauparar mæla með Laugavegshlaupinu
Laugavegshlaupið 2019 fór fram laugardaginn 13.júlí í 23.sinn. Á dögunum fengu þátttakendur senda stutta viðhorfskönnun. Markmiðið með könnuninni var að gefa þátttakendum kost á að koma með ábendingar um það sem betur mætti fara svo hægt verði að halda enn betra hlaup á næsta ári.
- 13. júlí 2019
Anna Berglind og Þorbergur Ingi sigruðu
Laugavegshlaupið fór fram í 23.sinn í dag. 513 hlauparar komu í mark í Þórsmörk og hafa aldrei jafn margir lokið hlaupinu. Fyrst í mark voru þau Þorbergur Ingi Jónsson og Anna Berglind Pálmadóttir.
- 12. júlí 2019
Laugavegshlaupið 2019 - helstu upplýsingar
Laugavegshlaupið fer fram í 23. sinn laugardaginn 13.júlí 2019. Alls eru 551 hlauparar á ráslista, 196 konur og 355 karlar. Íslenskir þátttakendur eru 345 talsins og frá öðrum löndum 206. Fjölmennastir erlendu gestanna eru Bandaríkjamenn en þeir eru 58 skráðir og næst flestir eru Bretar sem eru 24 talsins. Þátttakendur í hlaupinu eru af 30 mismunandi þjóðernum.
- 8. júlí 2019
Afhending hlaupagagna
Hlaupagögn fyrir Laugavegshlaupið 2019 verða afhend í Laugardalshöll fimmtudaginn 11.júlí milli kl.10 og 18 og föstudaginn 12.júlí milli kl.9 og 17. Við afhendingu gagna þarf að framvísa persónuskilríkjum og undirrita skilmála.
- 5. júlí 2019
Nauðsynlegur búnaður
Helstu fregnir af Laugaveginum eru þær að leiðin er greiðfær og mun minni snjór en síðustu ár. Í kringum Hrafntinnusker er ekki samfelldur snjór, bara skellur víðsvegar í 4-5 km radíus, og því þurfa hlauparar að gera ráð fyrir að fara meira upp og niður gil þar í kring en undanfarin ár. Þar sem íslenskt veðurfar er ansi óútreiknanlegt biðjum við alla að undirbúa sig undir kulda og hafa tiltækan vetrarhlaupaklæðnað. Á miðvikudag fá þátttakendur senda ítarlega veðurspá fyrir hlaupaleiðina.
- 4. júlí 2019
Ráshópar 2019
Þátttakendum í Laugavegshlaupinu 2019 hefur verið raðað í fjóra ráshópa. Hóparnir verða ræstir með fimm mínútna millibili til að minnka troðning í upphafi hlaups í Landmannalaugum og til þess að sem réttastur tími fáist hjá þátttakendum. Reynt var að taka tillit til óska um hlaupafélaga eins og hægt var.
- 10. júní 2019
Skráning viðbótarupplýsinga
Laugavegshlaupið 2019 nálgast óðfluga og nú er aðeins um mánuður til stefnu. Við vonum að undirbúningur hlaupara gangi vel og að þeir séu um það bil að verða klárir í slaginn. Allir hlauparar þurfa nú að fara inn á „mínar síður“ og skrá viðbótarupplýsingar.
- 7. júní 2019
Kort í hlaupaúrið
Vegalengdin frá Landmannalaugum í Þórsmörk er um 55 km. Stígur er alla leiðina þar sem undirlag er að mestu leyti sandur, möl, gras, snjór, ís og vatnsföll. Leiðin er mjög vel stikuð þannig að ekki ætti að vera mikil hætta á að farið sé af leið.
- 14. jan. 2019
Fullt í Laugavegshlaupið 2019
Fullbókað er nú í Laugavegshlaupið 2019 og hefur skráningu því verið lokað. Ekki verður boðið uppá skráningu á biðlista. Þeim sem ekki náðu að skrá sig í ár er bent á að Laugavegshlaupið 2020 fer fram laugardaginn 18.júlí og hefst skráning í janúar 2020.
- 11. jan. 2019
Skráning er hafin
Skráning í Laugavegshlaupið 2019 sem fram fer laugardaginn 13.júlí er hafin hér á marathon.is. Skráning verður opin til 30.júní nema fullbókað verði í hlaupið fyrir þann tíma. Árið 2018 varð uppselt í hlaupið tæpum fjórum vikum eftir að skráning hófst og því er mælt með að þau sem stefna á þátttöku skrái sig fyrr en síðar.
- 2. jan. 2019
Skráning hefst 11.janúar 2019
Skráning í Laugavegshlaupið sem fram fer laugardaginn 13.júlí 2019 hefst föstudaginn 11.janúar 2019. Upplýsingar um verð, skilmála o.þ.h. eru nú aðgengilegar hér á vef hlaupsins.
- 18. des. 2018
Gjafabréf - ávísun á upplifun og hreyfingu
Viltu gefa ávísun á skemmtilega upplifun og hvatningu til aukinnar hreyfingar? Þá er gjafabréf Íþróttabandalags Reykjavíkur sem gildir sem greiðsla í Laugavegshlaupið og fjóra aðra íþróttaviðburði góð hugmynd.
- 20. júlí 2018
Laugavegshlaupið 2019
Laugavegshlaupið er 55 kílómetra langt utanvegahlaup sem haldið verður í 23. sinn þann 13. júlí 2019. Skráning í hlaupið hefst í janúar 2019. Hlaupið er fyrir mjög vana hlaupara 18 ára og eldri en enginn ætti að skrá sig fyrr en hann er búinn að kynna sér vel skilyrði fyrir þátttöku.
- 14. júlí 2018
Rannveig og Þorbergur sigruðu 2018
Laugavegshlaupið fór fram í 22.sinn í dag í ágætis aðstæðum. Sigurvegarar hlaupsins voru þau Þorbergur Ingi Jónsson og Rannveig Oddsdóttir. Rannveig sigraði í kvennaflokki en hún hljóp á besta tíma íslenskra kvenna frá upphafi á þessari 55 km leið, 5:16:11. Í öðru sæti var Anna Berglind Pálmadóttir á 5:26:28 og í því þriðja Diana Dzaviza frá Lettlandi á 5:30:04.
- 14. júlí 2018
22. Laugavegshlaupið í dag
Laugavegshlaupið fer fram í 22. sinn í dag laugardaginn 14.júlí 2018. Alls eru 553 hlauparar á ráslista, 204 konur og 349 karlar. Aldrei hafa fleiri verið skráðir til þátttöku í Laugavegshlaupinu en nú.
- 13. júlí 2018
Uppfærð veðurspá
Veðurvaktin hefur sent okkur uppfærða veðurspá fyrir hlaupaleiðina á morgun. Spáin í dag er aðeins betri en sú sem við sendum á miðvikudaginn, von á sólarglennum í Emstrum og Húsadal og hægari vind á því svæði sem við gleðjumst mikið yfir.
- 11. júlí 2018
Afhending hlaupagagna
Hlaupagögn fyrir Laugavegshlaupið 2018 verða afhend í Laugardalshöll fimmtudaginn 12.júlí milli kl.12 og 17 og föstudaginn 13.júlí milli kl.9 og 17.
- 6. júlí 2018
Nauðsynilegur búnaður
Helstu fregnir af Laugaveginum eru þær að þéttur snjór er nú samfelldur í um 3-4 km radíus í kringum Hrafntinnusker. Öll gil þar í kring eru full af snjó og merkingar einnig undir snjó en hlaupaleiðin verður sérstaklega merkt með appelsínugulum flöggum þannig að allir rati rétta leið.
- 4. júlí 2018
Ráshópar 2018
Þátttakendum í Laugavegshlaupinu 2018 hefur verið raðað í fjóra ráshópa. Hóparnir verða ræstir með fimm mínútna millibili til að minnka troðning í upphafi hlaups í Landmannalaugum og til þess að sem réttastur tími fáist hjá þátttakendum.
- 15. júní 2018
Skráning viðbótarupplýsinga
Laugavegshlaupið 2018 nálgast óðfluga og nú er aðeins um mánuður til stefnu. Við vonum að undirbúningur hlaupara gangi vel og allir séu um það bil að verða klárir í slaginn.
- 9. feb. 2018
Fullt í Laugavegshlaupið 2018
Fullbókað er nú í Laugavegshlaupið 2018 og hefur skráningu því verið lokað. Ekki verður boðið uppá skráningu á biðlista. Þeim sem ekki náðu að skrá sig í ár er bent á að Laugavegshlaupið 2019 fer fram laugardaginn 13.júlí og hefst skráning í janúar 2019.
- 12. jan. 2018
Skráning er hafin
Skráning í Laugavegshlaupið 2018 sem fram fer laugardaginn 14.júlí er hafin hér á marathon.is. Skráning verður opin til 30.júní nema fullbókað verði í hlaupið fyrir þann tíma.
- 11. jan. 2018
Skráning hefst 12.janúar
Skráning í Laugavegshlaupið sem fram fer laugardaginn 14.júlí 2018 hefst föstudaginn 12.janúar kl.12:00. Árið 2017 varð uppselt í hlaupið mánuði eftir að skráning hófst og því er mælt með að þau sem stefna á þátttöku skrái sig fyrr en síðar.