Aðgerðaráætlun

Aðgerðaráætlun Laugavegshlaupsins er unnin í samvinnu við Björgunarfélag Árborgar. Hlaupastjóri tekur endanlega ákvarðanir um stöðu mála, eftir því sem við á, í samstarfi við Björgunarfélag Árborgar og Lögreglustjórann á Suðurlandi.  

ÍBR tilkynnir um hlaupadag til Lögreglustjórans á Suðurlandi, svæðistjórn björgunarsveita á svæði 16, hálendisvaktar Slysavarnarfélagsins Landsbjargar og Heilbrigðisstofnunar Suðurlands sjá einnig hér (búa til pdf skjal og setja linkinn inn hér. Skjalið er undir LV-Skipulag „Aðgerðaráætlun“ 

Aðgerðarteymi hlaupsins: 

Hlaupastjóri 
Tengiliður Björgunarfélags Árborgar (BFÁ) 
Tengiliður Frískra Flóamanna (FF) 
Aðrir sérfræðingar sem kallaðir eru til 

Aðgerðaráætlun

    1. Hlaupastjóri fær veðurspá frá veðurfræðingi og kannar aðstæður hjá skálavörðum á hlaupaleið. 
    2. Aðgerðarteymi hlaupsins hittist á þriðjudegi í hlaupaviku og fer yfir veðurspá og metur aðstæður. Teymið fundar aftur í hlaupaviku ef þörf er á. 
    3. Á föstudegi fyrir hlaup er veðurspá metin af aðgerðarteymi. Sé útlit fyrir slæm veðurskilyrði skal notast við viðmiðunartöflu fyrir veður, hér fyrir neðan, til þess að ákvarða hvort aflýsa skuli hlaupi eða ekki. 
    4. Hafi viðbúnaðarstigi verið lýst yfir vegna náttúruhamfara á svæðinu skal hlaupið ekki haldið nema í samráði við almannavarnir og lögreglustjórann á suðurlandi. 
  • Fyrir hlaup: 

    1. Veðurspá er metin og hlaupi aflýst ef veðurskilyrði eru slæm eða útlit fyrir slæmt veður. Aðgerðarteymi notast við viðmiðunartöflu fyrir veður til að ákveða hvort aflýsa skuli hlaupi. Töfluna er að finna hér fyrir neðan. 
    2. Á hlaupdag, frá kl. 08:00 – 08:45 hafa stöðvastjórar, FF og BFÁ í Hrafntinnuskeri, Álftavatni, Bláfjallakvísl, Emstrum, við Þröngá og í Húsadal, samband við tengilið FF við hlaupstjóra og tilkynna um ástand starfsstöðva þ.e. veður og aðstæður. 
    3. Ef starfsmenn FF og BFÁ komast ekki á eða geta ekki athafnað sig á þeim starfsstöðvum sem skilgreindar eru samkvæmt verklýsingu skal hlaupi aflýst. 
    4. Ef náttúruhamfarir verða á svæðinu skulu aðstæður metnar og hlaupi aflýst ef öryggi þátttakenda og starfsfólks er ógnað. 
    1. Ef aðstæður versna á hlaupaleið og starfsstöðvum skulu starfsmenn ÍBR, FF, BFÁ og Ferðafélags Íslands (FÍ) beina þátttakendum í skjól í skálum FÍ sem eru staðsettir í Landmannalaugum og á hlaupaleiðinni inn í Húsadal. 
    2. Komi til leitar eða björgunaraðgerðar í tengslum við hlaupið skal þeim vera stýrt af Björgunarfélagi Árborgar í samráði við lögreglu og svæðisstjórn björgunarsveita á svæði 16. BFÁ ber ábyrgð á að kalla til viðeigandi bjargir og tilkynna til stjórnstöðvar í Húsadal. 
    3. Ef hlaupari skilar sér ekki á eftirfarandi stöðvar: Álftavatn, Emstrur, Bláfjallakvísl og Húsadal og eftirfari/stöðvastjóri á viðkomandi svæði hefur staðfest um hvarf hlaupara, hefst leit sem Björgunarfélag Árborgar stjórnar í upphafi. Stjórnandi aðgerða hjá Björgunarfélagi Árborgar ber ábyrgð á því að kalla til viðeigandi aðila og færa síðan stjórnunina í hendur svæðisstjórnar björgunarsveita á svæði 16 og lögreglu eftir því sem við á. 
    4. Stöðvastjórar í Álftavatni, Emstrum og Húsadal skulu ekki yfirgefa starfsstöð sína, fyrr en það liggur fyrir að allir hlauparar hafa skilað sér í gegnum stöðina. 
    1. Ef hlaupari veikist eða hugarstarf hlaupara er skert, svo sem vegna ofkælingar, ofáreynslu, vökvaskorts eða annarra orsaka skulu starfsmenn ÍBR vísa viðkomandi inn í sjúkratjald. 
    2. Ef aðstæður versna t.d. vegna veðurs í Húsadal skulu starfsmenn ÍBR og Volcano Huts beina þátttakendum í skjól í skálum Volcano Huts í Húsadal og í rútur Reykjavík Excursion og þeim ekið til Reykjavíkur eða næsta bæjar, ef fært er yfir Krossá. 
  • Starfsmenn hlaupsins (björgunarsveitarfólk á hlaupaleið, eftirfarar, dómari og hjúkrunarfræðingur í Emstrum og stöðvarstjóri á drykkjarstöðvum) verða að meta það í hverju tilviki fyrir sig, út frá aðstæðum, hvort eftirfarandi atriði eiga við þegar ástand hlaupara er metið og ástæða þykir að stöðva hlaupara.  

    Stöðva á hlaupara ef: 

    1. Hlaupari nær ekki tímatakmörkum sem eru, út af eftirfarandi drykkjarstöðvum; 4 tímar í Álftavatni og 6:30 tímar í Emstrum. 
    2. Hugarstarf hlaupara er skert, svo sem vegna ofkælingar, ofáreynslu, vökvaskorts eða annarra orsaka. 
    3. Hlaupari skapar hættu fyrir sjálfan sig og/eða aðra. 
    4. Búnaður eða fatnaður hlaupara er ekki í samræmi við aðstæður eða hann ekki með skilgreindan öryggisbúnað. 
    5. Hlaupari fer ekki eftir reglum hlaupsins. 
    6. Hlaupari hefur ekki merki og númer hlaupsins sýnilegt. 
  • Í neðangreindri töflu má finna þau veðurskilyrði sem horfa skal til þegar ákvörðun er tekin um að aflýsa hlaupi. Taflan er unnin af fyrirtækinu Veðurvaktin ehf. fyrir Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR). 

    • SA (S eða SV) > 15m/s, lágskýjað og rigning 

    Slagviðri og mótvindur – hætt við ofkælingu 

    • N-átt ≥ 18m/s í Hrafntinnuskeri 

    Almenn efri mörk fyrir meðalvind á hluta hlaupaleiðar 

    • N-átt ≥ 13 m/s í Hrafntinnuskeri, él og hálka 

    Kuldi með vindi og éljum eða kalsarigningu – hætt við ofkælingu 

    • Líkur á eldingaveðri  

    Öryggi hlaupara og starfsfólks ótryggt 

    • Umtalsverðir vatnavextir 

    Ár sem þarf að vaða metnar ótryggar eða hættulegar 

    • Úrhelli eða kröftugir skúrir 

    Mikil úrkoma sem talin er ógna öryggi hlaupara óháð vindi eða hita 

  • Taflan og leiðbeiningar eru fengnar af heimasíðu Veðurstofu Íslands eða hér (https://www.vedur.is/vedur/frodleikur/greinar/nr/1799 )

    • Lítil vindkæling: Lítil óþægindi vegna vindkælingar. Þó nauðsynlegt að vera í vindheldum hlífðarfatnaði ef hvasst er. 
    • Nokkur vindkæling: Nokkur óþægindi vegna vindkælingar. Mikilvægt að klæðast hlýjum fatnaði og vatns- og vindheldum hlífðarfatnaði yst. Húfa og vettlingar nauðsynleg og hlýir skór. Forðist hreyfingarleysi. 
    • Mikil vindkæling: Veruleg óþægindi vegna vindkælingar. Nauðsynlegt að klæðast mjög hlýjum og góðum fatnaði; ull, flís og öflugum hlífðarfatnaði. Góð hetta, sem hylur andlit að mestu, og vindheldir vettlingar. Það getur verið umtalsverð hætta á ofkælingu og kali, sérstaklega ef mjög hvasst er. 
    • Mjög mikil vindkæling: Alvarleg vandamál vegna vindkælingar. Góður vindheldur kuldafatnaður nauðsynlegur, fóðraður með flís eða dún. Samfestingur (t.d. snjósleðagalli) eða úlpa og hlífðarbuxur. Huga þarf sérstaklega að skófatnaði og vettlingum með það í huga að verjast kali á tám og fingrum. Í vindi er nauðsynlegt að hylja andlit því kalblettir geta myndast þar á nokkrum mínútum. 
  • Einnig þarf að huga að vætu og þeirri kælingu sem hún getur valdið. Áhrif hennar eru einkum þrenns konar: 

    • Einangrunargildi fatnaðar minnkar. Rök og blaut föt auka mjög áhrif vindkælingar. 
    • Nokkur líkamsvarmi glatast við það að breyta vatni í blautum fötum í vatnsgufu (eim). Kælandi áhrif til uppgufunar verða þó sjaldnast mjög alvarleg nema við verstu aðstæður. 

     

Samstarfsaðilar

  • Reykjavik Excursions
  • Corsa
  • 66 Norður
  • Suzuki
  • Volcano Huts
  • Ferðafélag Íslands
  • ITRA member
  • Gatorade