Ráshópar & hlaupanúmer

Það er mikilvægt að allir þátttakendur leggi sitt af mörkum til að þessi öryggistalning verði rétt og gefi sig fram í upphafi hlaups í viðeigandi ráshóp og fari síðan í gegnum þar til gert „talningarhlið“ í Álftavatni og Emstrum.

Þátttakendum í Laugavegshlaupinu er raðað í ráshópa eftir áætluðum lokatíma þeirra. Þátttakendur fá mismunandi lit á hlaupanúmerum, sem gefur til kynna í hvaða ráshóp viðkomandi er.

Hlaupurum er skipt upp í fjóra hópa, eftir áætluðum lokatíma: gulur, rauður, grænn og blár. Litur á þátttökunúmerum segir til um hvaða hópi hver tilheyrir. Hlauparar eru ræstir með 5 sekúndna millibili.Þetta getur líka orðið til þess að fyrsti þátttakandi í mark sé ekki sigurvegarinn. Það kemur ekki í ljós fyrr en 5-30 mínútum síðar.

Með þátttökunúmeri fylgja áfastir tveir farangursmiðar með sama númeri. Þeir eru ætlaðir til þess að rífa frá númerinu og merkja farangur. Sjá nánar um farangur hér.

Neðst á númerinu má finna hæðakort af leiðinni þar sem einnig kemur fram hvar drykkjarstöðvarnar eru staðsettar.

Til þess að geta raðað sem best í ráshópa er mikilvægt að þátttakendur gefi upp fyrri tíma og reynslu í hlaupi ásamt áætluðum lokatíma. Upplýsingar um árangur í maraþoni og fyrri Laugavegshlaupum þarf að gefa upp þegar skráð er í hlaupið. Áætlaðan lokatíma þarf að skrá á mínum síðum en sú skráning hefst í lok júní og lýkur 1.júlí. Þar er líka hægt að óska eftir því að vera í ráshóp með ákveðnum hlaupafélögum en athugið að ósk um slíkt þarf að koma frá báðum aðilum. Einnig er hægt að senda tölvupóst á [email protected] með upplýsingum um reynslu sem gæti haft áhrif á röðun í ráshópa.

  Samstarfsaðilar
  • Reykjavik Excursions
  • Hoka - Sportís
  • 66 Norður
  • Suzuki
  • margt smátt
  • Volcano Huts
  • Ferðafélag Íslands
  • Bændaferðir
  • ITRA member
  • Gatorade
  • Avis

  Netfang: [email protected] - Sími: 535 3700

  Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) var stofnað 1944 og eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík. Árlega hefur Íþróttabandalagið umsjón með fimm stórum íþróttaviðburðum: Laugavegshlaupið í júlí, Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka í ágúst, Miðnæturhlaup Suzuki í júní, Norðurljósahlaup Orkusölunnar í febrúar og Reykjavíkurleikar í janúar.