Góðgerðarfélög 2024

Góðgerðarskráning í Laugavegshlaupið er opin!

Eftirfarandi félög hafa samþykkt reglur og staðfest skráningu félags fyrir 29. nóvember, 2023.

Hafðu samband við aheit@marathon.is fyrir lok dags 28. nóvember, 2023 til að skrá þitt góðgerðarfélag.

    Alzheimersamtökin

    Alzheimersamtökin er félag aðstandenda og velunnara einstaklinga með heilabilun. Markmið samtakanna er að gæta hagsmuna skjólstæðinga sinna, efla samvinnu og samheldni aðstandenda með fræðslufundum og útgáfustarfsemi og auka skilning stjórnvalda, heilbrigðisstétta og almennings á þeim vandamálum sem þessir einstaklingar og aðstandendur þeirra eiga við að etja. Alzheimersamtökin

    Gleym-mér-ei styrktarfélag

    Gleym-mér-ei er styrktarfélag með þann tilgang að halda utan um styrktarsjóð sem notaður er til að styrkja ýmis málefni í tengslum við missi á meðgöngu og í/eftir fæðingu. Einnig sér Gleym-mér-ei styrktarfélag um að skipuleggja minningarathöfn sem haldin er ár hvert og er tileinkuð missi á meðgöngu og barnsmissi. Gleym Mér Ei - Styrktarfélag (gme.is)

    Kraftur, stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur

    Kraftur styður við bakið á ungu fólki með greinst hefur með krabbamein á aldrinum 18 – 40 ára og aðstandendur. Kraftur heldur úti jafningjastuðningi, hagsmunagæslu, öflugri fræðslu, samveru á jafningjagrunni, veita hagnýtar upplýsingar auk þess sem félagið styður við félagsmenn sína með fjárhagslegum stuðningi. Kraftur er góðferðarfélag sem nýtur eingöngu frjálsra framlaga frá velunnurum sínum. Kraftur

    Minningarsjóður Gunnars Karls

    Minningarsjóður Gunnars Karls er stofnaður til minningar um Gunnar Karl Haraldsson sem lést 28. febrúar 2021 eftir baráttu við krabbamein. En hann glímdi við sjúkdóminn Neurofibromatosis (NF1) alla sína ævi og hafði hann mikil áhrif á lífsgæði hans. Markmið sjóðsins er að halda baráttumáli hans á lofti með því að styrkja einstaklinga með fötlun til náms, tómstunda og íþróttaiðkunar og málefni sem styðja við þátttöku fatlaðra jafnt við aðra í samfélaginu. Minningarsjóður Gunnars Karls (gunnarkarl.is)

    MS-félag Íslands

    MS er einn algengasti taugasjúkdómurinn sem leggst á ungt fólk og greinast um 25 árlega á Íslandi, flestir á aldrinum 20-40 ára.

    Tilgangur félagsins er að vinna að velferð þeirra sem haldnir eru MS-sjúkdómnum með því að veita þeim og aðstandendum þeirra stuðning og stuðla að öflugri félags- og fræðslustarfsemi. Félagið er málsvari félaga gagnvart hinu opinbera og öðrum aðilum. MS félag Íslands (msfelag.is)

    Samtökin '78 - félag hinsegin fólks á Íslandi

    Samtökin ‘78 eru félag hinsegin fólks á Íslandi. Við veitum fræðslu um hinsegin málefni í skólum og á vinnustöðum, veitum ókeypis ráðgjöf til hinsegin fólks og aðstandenda, berjumst fyrir réttarbótum með bættri lagasetningu, veitum hinsegin hælisleitendum stuðning, höldum viðburði þar sem hinsegin fólki og hinsegin menningu er fagnað og svo ótal margt fleira. Samtökin '78 - Forsíða (samtokin78.is)

    Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna

    Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna var stofnað 1991 af foreldrum barna með krabbamein en árlega greinast 12-14 börn með krabbamein á Íslandi. Tilgangur félagsins er að styðja krabbameinssjúk börn og aðstandendur og gæta hagsmuna þeirra á öllum sviðum. Það sinnir fræðslu- og útgáfustarfsemi um sérstöðu og þarfir krabbameinsveikra barna og um síðbúnar afleiðingar eftir krabbameinsmeðferð. Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna (skb.is)

    Trans Ísland

    Trans Ísland var stofnað árið 2007 og hefur verið starfrækt síðan þá. Félagið er stuðnings- og baráttusamtök fyrir trans fólk á Íslandi og hefur í gegnum tíðina verið helsti málsvari trans fólks á Íslandi. Félagið hefur hagsmunaaðild að Samtökunum '78 og vinnur náið með öðrum hinsegin félögum hérlendis.

    Trans vinir

    Hagsmunasamtök foreldra og aðstandenda trans barna á Íslandi. Markmið Trans vina er að efla félagsleg tengsl á meðal foreldra og forsjáraðila trans barna, ungmenna og fullorðinna trans einstaklinga, stuðla að félagslífi fyrir börn og ungmenni sem eru trans og þeirra sem eru ekki viss um sína kynvitund, styrkja og stuðla að frumkvæði allra foreldra/forsjáraðila trans einstaklinga, til að standa fyrir viðburðum þar sem allir félagsmenn Trans vina skulu hafa jafnan kost á að vera þátttakendur. Transvinir – Hagsmunasamtök foreldra og aðstandenda

Samstarfsaðilar

  • Reykjavik Excursions
  • 66 Norður
  • Suzuki
  • Volcano Huts
  • Ferðafélag Íslands
  • ITRA member
  • Gatorade