Skráning opnar 5. nóvember kl 12:00

6. október 2025

Laugavegshlaupið fer fram þann 11. júlí, 2026.
Komdu með okkur í þetta skemmtilega ævintýri!

Skráningarfyrirkomulagið fyrir 2026 er það sama og fyrir árið 2025. Skráningin opnar 5. nóvember kl 12:00 verður opin í viku eða til miðnættis þann 12. nóvember. Þátttökuskilyrðin í Laugavegshlaupið eru 370 ITRA stig. Mikilvægt er að öll skoði vel ITRA stigin sín og skrifi þau rétt inn í skráningarkerfið. Ef eftirspurn verður meiri en framboð af sætum í hlaupið, verður dregið úr skráðum þátttakendum. Tilkynnt verður hverjir komast inn í hlaupið þann 19. nóvember.

Í skráningarferlinu er hægt að velja um að greiða þátttökugjaldið með öllum helstu tegundum af greiðslukortum og/eða gjafabréfi. Að lokinni skráningu fær viðkomandi sendan tölvupóst skráningunni til staðfestingar. Berist ekki póstur hefur skráning ekki gengið í gegn.

Viltu hlaupa með vin/um? Þeir sem vilja vera í sama ráshóp í Laugavegshlaupinu þurfa að skrá sig saman í skráningarkerfinu. Þeir sem skrá sig saman verða settir í sama hóp, en röðun í ráshópa fer eftir ITRA stigum. Í ár verður því röðun ráshópa byggð á ITRA stigum. t.d. Ef tveir skrá sig saman þá horfum við á lægri ITRA stigin til að raða í ráshópa.

Þetta þarftu að vita fyrir skráninguna: 

  • Það þarf lágmark 370 ITRA stig 
  • Skráning opnar 5. nóvember kl. 12:00
  • Skráningu lýkur 12. nóvember kl. 00:00
  • 19. nóvember verður tilkynnt hverjir fengu miða í Laugavegshlaupið 2026
  • 11. júlí - Laugavegshlaupið 2026 fer fram.

Hlauparar safna ITRA stigum með því að taka þátt í utanvegahlaupum sem eru viðurkennd af ITRA samtökunum(International Trail Running Association). Fjölmörg hlaup á Íslandi og um allan heim eru aðilar að þessum samtökum. Hlauparar sem hafa tekið þátt áður í Laugavegshlaupinu og klárað innan tímatakmarkana fá að lágmarki 370 ITRA stig. Við hvetjum alla hlaupara til að skoða strax ITRA síðuna sína, það gerist stundum að hlauparar eru með fleiri en eina síðu, en ITRA getur sameinað síðurnar. 
 

Við vonumst til að sjá ykkur aftur sem flest, ef þið hafið spurningar sendið okkur endilega skilaboð á facebook síðu Laugavegshlaupsins eða á info@marathon.is

Styrktaraðilar

  • Corsa
  • 66 Norður
  • Suzuki
  • Volcano Huts
  • Ferðafélag Íslands
  • ITRA member
  • Gatorade