Rútuferðir
Reykjavik Excursions rútur að flytja Laugavegshlaupara

Bókun í rútu

Þátttakendum í Laugavegshlaupinu stendur til boða að taka rútu á vegum skipuleggjenda frá Reykjavík að upphafspunkti hlaupsins í Landmannalaugum og til baka til Reykjavíkur frá Þórsmörk. Ekki er mögulegt að kaupa aðeins aðra leiðina því sömu rútur eru notaðar báðar leiðir. Rútupantanir munu síðan fara fram á „Mínar síður“, þær hefjast um miðjan júní og lýkur 1.júlí.

Rútugjald

Greiða þarf rútugjaldið við afhendingu gagna.

Tegund farþega
brottfarar- og áfangastaður
verð
hlaupari
Reykjavík > Landmannalaugar
Húsadalur > Reykjavík

hlaupari|Reykjavík > Landmannalaugar | Húsadalur > Reykjavík |

yfir Krossá
1.000 kr.

| yfir Krossá || 1.000 kr.

Aðstandandi
Reykjavík
Húsadal

Aðstandandi|Reykjavík |Húsadal|

Aðstandandi
Reykjavík > Landmannalaugar
Húsadalur > Reykjavík

Aðstandandi |Reykjavík > Landmannalaugar | Húsadalur > Reykjavík |

Rútupantanir

Rútupantanir fara fram á „Mínar síður“ og fá hlauparar póst þegar hægt er að byrja að panta um miðjan júní. Síðasti dagur til að bóka í rútu er miðvikudagur 1. júlí.

Þátttakendur þurfa að láta vita með tölvupósti á netfangið [email protected] ef þeir vilja gera breytingar á einhverjum af pöntuðu rútumiðunum sínum. Með breytingum er átt við ef þeir t.d. vilja fara fyrr í Landmannalaugar eða fara seinna úr Þórsmörk. Þá gildir þátttökuarmband hlaupsins sem miði í almenna rútuáætlun Kynnisferða, sem má finna hér.

Frá Reykjavík til Landmannalauga

Rútur í Landmannalaugar fara af stað frá Skautahöllinni í Laugardal, Múlavegi 1, 104 Reykjavík og er brottför kl. 04:30 og 05:00 eftir ráshópum á hlaupdag. Hægt er að koma uppí rútuna á Selfossi kl. 5:00 og í Hrauneyjum kl. 7:15. Rúturnar koma á svipuðum tíma inn í Landmannalaugar. Athugið að ekki er mikill tími frá því að rútur koma í Landmannalaugar og þar til hlaupið hefst enda engin aðstaða þar fyrir hlaupara og mikilvægt að allir séu komnir í hlaupafötin í rútunni. Sjá nánar hér.

Frá Húsadal til Reykjavíkur

Laugardagur: Áætlað er að fyrsta rúta fari úr Húsadal kl.18:30 í ár og sú síðasta kl.20:30.

Sunnudagur: Þeir sem ætla í rútu á sunnudegi þurfa að bóka það sérstaklega í gegnum netfangið [email protected]. Þátttökuarmband hlaupsins gildir sem aðgöngumiði í rútu á sunnudegi líka. Farið verður með áætlunarbílum Kynnisferða til Reykjavíkur. Brottför er kl. 15:00 frá Húsadal. Sjá nánar á vef Kynnisferða.

Ferðir yfir Krossá

Rúta á vegum Kynnisferða býður uppá ferðir yfir Krossá í tengslum við Laugavegshlaupið. Rútan fer frá afleggjaranum í Húsadal laugardaginn 17. júli á hálftíma fresti milli kl. 12:00 og 15:00. Að hlaupi loknu fer rútan til baka kl. 17:30 og 18:00. Gjaldið er 1.000 kr. fyrir ferð, 500 kr fyrir 12-15 ára en frítt fyrir 11 ára og yngri (fædd 2009). Ekki þarf að bóka í þessar ferðir fyrirfram og er gjaldið greitt á staðnum.

Ferðir frá Hvolsvelli

Hægt er að kaupa rútuferðir frá Hvolsvelli inn í Húsadal og til baka hjá Kynnisferðum. Tímasetningar á ferðum Kynnisferða til og frá Þórsmörk og verð má finna hér á vef Kynnisferða.

Rútudagskrá

Rútur leggja af stað frá Skautahöllinni í Laugardal. Þátttakendum er úthlutað ráshóp eftir áætluðum lokatíma. Hver ráshópur leggur af stað á mismunandi tímum:

4:30     Þátttakendur í gulum og rauðum ráshóp leggja af stað
5:00     Þátttakendur í grænum og bláum ráshóp leggja af stað
6:30 – 7:00       Hrauneyjar
8:30 – 9:00       Áætluð koma í Landmannalaugar

Samstarfsaðilar
 • Reykjavik Excursions
 • Hoka - Sportís
 • 66 Norður
 • Suzuki
 • margt smátt
 • Volcano Huts
 • Ferðafélag Íslands
 • Bændaferðir
 • ITRA member
 • Gatorade
 • Avis

Netfang: [email protected] - Sími: 535 3700

Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) var stofnað 1944 og eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík. Árlega hefur Íþróttabandalagið umsjón með fimm stórum íþróttaviðburðum: Laugavegshlaupið í júlí, Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka í ágúst, Miðnæturhlaup Suzuki í júní, Norðurljósahlaup Orkusölunnar í febrúar og Reykjavíkurleikar í janúar.