Skráning í Laugavegshlaupið 2021 hefst í byrjun janúar og verður opin til 30. júní nema fullt verði í hlaupið fyrir þann tíma. Þann 28. mars hækkar þátttökugjaldið ef enn eru pláss laus. Ekki þarf að skrá sig inná mínar síður til þess að geta skráð sig í hlaupið. Hnappur mun birtast á nokkrum stöðum á heimasíðunni og efst í hægra horninu á forsíðunni þegar skráning opnar.
Innifalið í þátttökugjaldi
- Bolur
- Brautar- og öryggisgæsla
- Drykkir á drykkjarstöðvum í Hrafntinnuskeri, Álftavatni, Emstrum, Ljósá og í Húsadal
- Salernisaðstaða í Hrauneyjum, Landmannalaugum, Hrafntinnuskeri, Álftavatni, Emstrum og Húsadal
- Flutningur á farangri í Bláfjallakvísl og í Húsadal
- Þátttökuverðlaun, sigurverðlaun, aldursflokkaverðlaun, sveitaverðlaun
- Sturtuaðstaða í Húsadal ásamt húsaskjóli í tjaldbúðum hlaupsins til að matast og hafa fataskipti
- Læknir og hjúkrunarfólk ef á þarf að halda í Húsadal
- Tímataka og númer
- Upplýsingar
- Flutningur til byggða fyrir þá sem ekki ná tímamörkum
Ekki innifalið í þátttökugjaldi
Rútuferðir frá Reykjavík í Landmannalaugar og til Reykjavíkur frá Þórsmörk, morgunverður í Hrauneyjum og heit máltíð að hlaupi loknu er ekki innifalin í þátttökugjaldinu. Tekið verður á móti pöntunum fyrir þessa þjónustu frá þeim sem vilja á „Mínar síður" þegar nær dregur hlaupi. Sjá nánar um rútuferðir hér og mat hér.
Skilmálar
Við skráningu í hlaup á vegum Íþróttabandalags Reykjavíkur þurfa þátttakendur að haka við að þeir samþykki skilmála hlaupsins. Ef ekki er hakað í samþykki fyrir skilmálum er ekki hægt að skrá sig í hlaupið. Smellið hér til að skoða skilmálana.
Skráning í hlaupið
Ekki þarf að skrá sig inná mínar síður til þess að geta skráð sig í hlaupið. Hnappur mun birtast á nokkrum stöðum á heimasíðunni og efst í hægra horninu á forsíðunni þegar skráning opnar.
Greiðslufyrirkomulag
Í skráningarferlinu er hægt að velja um að greiða þátttökugjaldið með öllum helstu tegundum af greiðslukortum og/eða gjafabréfi. Að lokinni skráningu fær viðkomandi sendan tölvupóst skráningunni til staðfestingar. Berist ekki póstur hefur skráning ekki gengið í gegn. Í gegnum netfangið [email protected] er hægt að fá aðstoð við skráningu.
Afskráning og endurgreiðsla
Hægt er að fá þátttökugjaldið endurgreitt að hluta ef beiðni berst í tölvupósti á netfangið [email protected] innan neðangreinds tíma.
- Fyrir 1. maí - þú færð 75% endurgreiðslu
- Fyrir 1. júlí - þú færð 50% endurgreiðslu