Rannsóknir

Þær Anna Dóra Sæþórsdóttir og Katrín Anna Lund hjá Land- og ferðamálafræðistofu Háskóla Íslands hafa notað Laugavegshlaupið í tveimur rannsóknum sínum.

Landslag á hreyfingu: Langhlaup um Laugaveginn
Markmið með rannsókninni var að skoða hvernig hlauparar tengjast náttúru og landslagi á leið sinni yfir hálendið sérstaklega í ljósi þess sem haldið hefur verið fram að það séu athafnir og hreyfingar líkamans í landslaginu sjálfu sem skapi upplifun og sýn fólks af því.

Fjallamaraþon og ferðamennska á Laugaveginum
Í þessari grein eru kynntar niðurstöður rannsóknar sem gerð var meðal þátttakenda í Laugavegshlaupinu sumarið 2007. Leitast er við að varpa ljósi á hvers vegna fólk tekur þátt í hlaupinu og hvernig keppendur upplifa hlaupið og náttúruna sem þeir hlaupa í.

Samstarfsaðilar

  • Reykjavik Excursions
  • 66 Norður
  • Suzuki
  • Volcano Huts
  • Ferðafélag Íslands
  • ITRA member
  • Gatorade