Skráning í hlaupið

Skráningu í Laugavegshlaupið 2019 er lokið.

Skráning hófst föstudaginn 11.janúar kl.12:00 og lauk mánudaginn 14.janúar. Aldrei áður hefur selst upp í hlaupið á jafn skömmum tíma en árin 2017 og 2018 varð uppselt á fjórum vikum.

Skráning og greiðsla fór fram rafrænt hér á vef Laugavegshlaupsins. Þátttökugjald er innheimt í einu lagi og er ekki endurkræft nema að hluta til sé þess óskað, sjá nánar hér.

Ekki er hægt að flytja skráningu fram um ár. Ekki er leyfilegt að selja öðrum skráningu. Ekki er hægt að breyta um nafn skráningar. Skráður þátttakandi er ábyrgur fyrir hlaupanúmeri og öðrum gögnum sem honum hefur verið úthlutað og er honum ekki heimilt að láta það öðrum í té, til þátttöku í hlaupinu. Sá sem hleypur með númer sem ekki er skráð á hann af mótshaldara er ekki gildur þátttakandi. Sjá nánar í skilmálum hlaupsins.

Skráðir þátttakendur þurfa að skrá viðbótarupplýsingar þegar nær dregur hlaupi. Þar er um að ræða skráningu á áætluðum lokatíma, ósk um að vera í hóp með ákveðnum hlaupafélaga og pöntun á sæti í rútu og mat. Þessi skráning fer fram á mínum síðum og hefst í lok júní. Þátttakendur fá póst þegar skráningin hefst en henni lýkur 1.júlí.

Samstarfsaðilar

Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) var stofnað 1944 og eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík. Árlega hefur Íþróttabandalagið umsjón með fimm stórum íþróttaviðburðum: Laugavegshlaupið í júlí, Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka í ágúst, Miðnæturhlaup Suzuki í júní, Norðurljósahlaup Orkusölunnar í febrúar og Reykjavíkurleikar í janúar.