Skráningarfyrirkomulag

Skráningarfyrirkomulag í Laugavegshlaupið 2023.

Skráningarfyrirkomulagið fyrir árið 2023 verður eins og árið 2022. Skráningin opnar þann 3. nóvember og verður opin í viku, eða til 10. nóvember. Þátttökuskilyrðin eru 370 ITRA stig. Ef eftirspurn verður meiri en framboð af sætum í hlaupið, verður dregið úr skráðum þátttakendum, sjá nánar hér. Hlauparar geta fengið ITRA stig með því að taka þátt í utanvegahlaupum sem eru viðurkennd af ITRA samtökunum (International Trail Running Association). Fjölmörg hlaup á Íslandi og um allan heim eru aðilar að þessum samtökum.

ITRA

ITRA eru alþjóleg samtök utanvegahlaupara, stofnuð 2013. Hlutverk þeirra er að vera bæði hlaupurum og hlaupahöldurum innan handar varðandi allt sem við kemur utanvegahlaupum. ITRA er tæknilegur ráðgjafi Alþjóða Frjálsíþróttasambandsins varðandi utanvegahlaup og er til dæmis Frjálsíþróttasamband Íslands aðili að samtökunum og Íþróttabandalag Reykjavíkur. ITRA gæðametur utanvegahlaup út frá vegalend og samanlagðri hækkun ásamt því að birta úrslit úr utanvegahlaupum.

Það eru fjölmörg utanvegahlaup á Íslandi og erlendis skráð hjá ITRA og þeim fer fjölgandi. Hægt er að skoða þessi hlaup á heimasíðu ITRA undir flipanum "races". Heimasíða ITRA er: www.itra.run

Stigakerfi ITRA

ITRA gefur hlaupara stig eftir því hversu hratt hann fer viðkomandi hlaupaleið, frá 0 til 999. Þeir hröðustu fá hæðsta stigaskorið o.s.frv. Það eru um 2000 íslenskir utanvegahlauparar í gagnagrunni ITRA og meðaltal íslenskra hlaupara eru 466 stig, sjá mynd hér fyrir neðan. Ef þú hefur tekið þátt í utanvegahlaupum síðustu ár eru mjög miklar líkur á að þú sért nú þegar í gagnagrunninum og sért skráð/ur með stig.  Stig eru reiknuð sem meðaltal besta árangurs í utanvegahlaupum síðastliðin 3 ár. Ef þú hljópst t.d. Laugaveginn 2020 þá ertu með stig fyrir þann árangur. Önnur utanvegahlaup síðastliðin 3 ár (36 mánuði) gefa þér einnig stig, eins lengi og þau hafa verið gæðametin af ITRA.

Kynntu þér vel skráninguna í hlaupið 2023 hér, tímatakmörkin í Laugavegshlaupinu hér og skoðaðu hvort Laugavegshlaupið sé fyrir þig hér.

Samstarfsaðilar

  • Reykjavik Excursions
  • 66 Norður
  • Suzuki
  • Volcano Huts
  • Ferðafélag Íslands
  • ITRA member
  • Gatorade