Matur

Í þátttökugjaldi er innifalin næring á drykkjarstöðvum, sjá hér, ásamt því sem þátttakendur geta strax eftir hlaup fengið sér ávexti, orkudrykk, súkkulaði og vatn. Annar matur er ekki innifalinn í þátttökugjaldi. Þátttakendum stendur til boða að panta bæði morgunmat í Hrauneyjum og heita máltíð í Þórsmörk að hlaupi loknu. Þátttakendur sjá um að panta matinn sinn sjálfir og þurfa að gera það á „Mínar síður".

Morgunmatur

Á leiðinni frá Reykjavík til Landmannalauga verður gert 30 mínútna morgunverðarstopp. Morgunmatur er fyrir þá sem hafa pantað og greitt fyrir morgunverð. Það verður hlaðborð svipað og síðustu ár. Verð á hlaðborði er 1.800 kr. Framvísa þarf miða fyrir morgunverð í Hrauneyjum.

Heitur matur í Þórsmörk

Volcano Huts er staðahaldari í Húsadal og rekur þar alla aðstöðu. Allir þátttakendur fá tilboð um að kaupa heitan mat á sérstöku verði fyrir sjálfan sig og aðstandendur og fá matinn gegn framvísun matarmiða eða þátttökuarmbands. Þetta ár verður í boði að kaupa ostborgara eða veganborgara á 2.500 kr eða súpuhlaðborð á 2.850 kr (einnig vegan súpur).

Drykkir með máltíðinni eru, eins og í hlaupinu öllu, í boði Ölgerðar Egils Skallagrímssonar. Tjöld á vegum hlaupsins eru fyrir hlaupara til að m.a. borða í.

Samstarfsaðilar

  • Reykjavik Excursions
  • 66 Norður
  • Suzuki
  • Volcano Huts
  • Ferðafélag Íslands
  • ITRA member
  • Gatorade