Gjafabréf

Gjafabréf Íþróttabandalags Reykjavíkur er hægt að kaupa hér.

Hér er hægt að skoða stöðu gjafabréfs, þ.e. hversu mikil inneign er á bréfinu.

Skilmálar gjafabréfa

 1. Gjafabréfið gildir sem greiðsla og er notað við skráningu í Norðurljósahlaup Orkusölunnar, Miðnæturhlaup SuzukiLaugavegshlaupið og/eða Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka.
 2. Gjafabréfið gildir í fjögur ár frá útgáfudegi.
 3. Sé virði gjafabréfsins hærra en þátttökugjaldið er hægt að nýta það síðar, innan gildistímans.
 4. Ef þátttökugjaldið er hærra en gjafabréfið greiðist mismunurinn með greiðslukorti.
 5. Ekki er hægt að fá gjafabréf endurgreidd.

Kaupa gjafabréf

Við kaup á gjafabréfi þarf að skrá nafn og netfang kaupanda. Velja þarf upphæð og fjölda gjafabréfa. Einnig þarf að velja mynd sem á að prýða gjafabréfið og er hægt að velja úr nokkrum mismunandi myndum úr viðburðunum.

Í boði er að greiða með greiðslukorti (kredit eða debet). Jafnframt býðst val um að kaupa fleiri gjafabréf, t.d. með annarri upphæð og mynd, áður en greiðsla fer fram. 

Eftir að greiðsla hefur farið fram berst kaupanda tölvupóstur þar sem kemur fram nafn kaupanda, kennitala, veflykill og útgáfudagsetning. Í viðhengi fylgir með gjafabréf til útprentunar.

Greiða með gjafabréfi

Handhafi gjafabréfsins fær val um að greiða með gjafabréfi þegar hann skráir sig í viðburð á vegum Íþróttabandalagsins. Hann slær inn veflykil og upphæð þátttökugjalds lækkar sem gjafabréfinu nemur. Sé gjafabréfið ekki fullnýtt má nota það aftur við skráningu í viðburð innan gildistímans. Hægt er að skoða stöðuna á gjafabréfinu hér.

Gjafabréf Íþróttabandalags Reykjavíkur

Samstarfsaðilar
 • Reykjavik Excursions
 • Hoka - Sportís
 • 66 Norður
 • Suzuki
 • margt smátt
 • Volcano Huts
 • Korta
 • Ferðafélag Íslands
 • Bændaferðir
 • ITRA member
 • Gatorade
 • Avis

Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) var stofnað 1944 og eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík. Árlega hefur Íþróttabandalagið umsjón með fimm stórum íþróttaviðburðum: Laugavegshlaupið í júlí, Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka í ágúst, Miðnæturhlaup Suzuki í júní, Norðurljósahlaup Orkusölunnar í febrúar og Reykjavíkurleikar í janúar.