Vegna Covid-19 vill framkvæmdaraðili, minna þátttakendur á að hver og einn ber ábyrgð á eigin sóttvörnum, að virða viðmið um tveggja metra nándarmörk og að safnast ekki saman við endamark. Einnig að spýta ekki frá sér eða snýta sér nema að tryggt sé að enginn geti fengið úðann yfir sig. Ef þátttakandi finnur fyrir flenskueinkennum (hósti, hiti, bein- og vöðvaverkir, þreyta) þá viljum við biðla til viðkomandi að vera heima. Framkvæmdaraðili hefur gert eftirfarandi breytingar og ráðstafanir á skipulagi hlaupsins eftir fyrirmælum frá Embætti Landlæknis og Almannavörnum:
- Þátttakendahópnum verður skipt í tvennt í upphafi hlaups. Gulur og rauður ráshópur verður ræstur kl. 9:00 og 9:05 en grænn og blár ráshópur verður ræstur 30 mínútum síðar eða kl. 9:30 og 9:35. Þeir sem hafa pantað sér far með rútu hlaupsins frá Skautahöllinni í Reykjavík þurfa að kynna sér vel hvenær mæting er fyrir þeirra ráshóp.
- Vinsamlegast kynnið ykkur vel breytta dagskrá hlaupsins í upplýsingahefti sem hlauparar hafa fengið.
- Rútur Kynnisferða eru þrifnar og sótthreinsaðar eftir hverja ferð og sætanýting er 80%. Farþegar hafa aðgang að handspritti. Bílstjórar sótthreinsa helstu snertifleti í rútunum og nota hanska við affermingu farangurs
- Samkvæmt leiðbeiningum frá landlækni er ekki skylda fyrir farþega sem ferðast með almenningssamgöngum innanlands eins og rútum að nota grímur. Fararstjórar í rútum á vegum hlaupsins afhenda grímur til þeirra sem vilja.
- Þeir þátttakendur sem koma til landsins, 12. júlí eða síðar og eiga pantað far með rútu á vegum hlaupsins fara í sér rútu.
- Þeir þátttakendur sem búa erlendis og hafa komið til landsins eftir að skimun við landamæri hófust þurfa að skila inn neikvæðri niðurstöðu áður en þeir fá afhend hlaupagögn. Hlauparar frá Danmörku, Noregi, Finnlandi og Þýskalandi, Færeyjum og Grænlandi og Íslendingar sem þar hafa dvalið eru undanþegin skimunum og sóttkví /heimkomusmitgát.
- Skipulag á drykkjarstöðvum er unnið eftir leiðbeiningum frá landlækni sem voru gefnar út 5. júní, sjá nánar á heimasíðu Landlæknis. Starfsmenn á drykkjarstöðvum hella í glös/brúsa fyrir hlaupara og afhenda matvæli. Hlauparar mega ekki hjálpa sér sjálfir. Af þessum sökum getur þjónusta á drykkjarstöðvum orðið hægari.
- Við hvetjum hlaupara til að staldra stutt við í Húsadal. Rútur fara reglulega frá svæðinu frá kl. 15:30. Við hvetjum aðstandendur til að taka vel á móti sínum hlaupurum í heimabyggð. Þeir sem ætla að sækja þátttakendur í Húsadal eru beðnir um að staldra ekki lengi við.
- Hefðbundin verðlaunaafhending verður ekki í ár. Sigurvegarar í karla- og kvennaflokki fá afhend verðlaun í Húsadal, en sigurvegarar í aldurflokkum og sveitakeppni geta sótt sín verðlaun á skrifstofu Íþróttabandalags Reykjavíkur mánudaginn 20. júlí frá kl. 9:00-16:00.
Starfsmenn hlaupsins munu fara eftir tilmælum Almannavarna, nota hanska og sótthreinsa alla fleti og áhöld reglulega.