Ráshópar 2023

3. maí 2023

    Þátttakendum í Laugavegshlaupinu 2023 hefur verið raðað í fimm ráshópa, gulan, rauðan, grænan, bláan og bleikan. Hóparnir verða ræstir með nokkurra mínútna millibili til að minnka troðning í upphafi hlaups í Landmannalaugum og til þess að sem réttastur tími fáist hjá þátttakendum. Hlaupurum er raðað niður í ráshópa eftir skráðum áætluðum lokatíma og hlutfallslega eftir kyni.

    Þátttakendur fá mismunandi lit á hlaupanúmerum, sem gefur til kynna í hvaða ráshóp viðkomandi er.

    Smelltu á heiti ráshópanna til að skoða nöfn hlaupara:

    Hlauparar eru ræstir með 5 - 25 mínútna millibili og þarf röð þátttakenda í mark ekki endilega að endurspegla nákvæmlega röð þeirra í úrslitum. Klukkan í markinu sýnir tímann sem liðinn er frá því að fyrsti ráshópurinn hóf hlaupið.

    *Birt með fyrirvara um breytingar 12.júlí 2023*

    Samstarfsaðilar

    • Reykjavik Excursions
    • 66 Norður
    • Suzuki
    • Volcano Huts
    • Ferðafélag Íslands
    • ITRA member
    • Gatorade