Breytingar vegna COVID 19: Spurningar og svör

Hér eru svör við nokkrum algengum spurningum:

Ég er skráð/ur í hlaupið en get ekki vegna faraldursins tekið þátt

Ertu búsett/ur erlendis?

Þá bjóðum við þér að annað hvort færa skráninguna þína yfir á næsta ár en þá mun Laugavegshlaupið fara fram þann 17. júlí.

Eða þú getur fengið 75% endurgreiðslu.

Þú þarft að ákveða hvað þú ætlar að gera fyrir lok dags 19. maí 2020 og senda okkur póst á [email protected] með beiðni þinni.

Eftir þann tíma geturðu fengið 50% af þátttökugjaldinu endurgreitt ef þú óskar eftir því fyrir 1. júlí.

Ertu búsett/ur á Íslandi?

Þá bjóðum við uppá 75% endurgreiðslu á þátttökugjaldinu.

Þú þarft að ákveða hvað þú ætlar að gera fyrir lok dags 19. maí 2020 og senda okkur póst á [email protected] með beiðni þinni.

Eftir þann tíma geturðu fengið 50% af þátttökugjaldinu endurgreitt ef þú óskar eftir því fyrir 1. júlí.

Varðandi skráningu í hlaupið í ár

Ég náði ekki að skrá mig í hlaupið áður en það seldist upp, er hægt að skrá sig núna?

Við ætlum að bæta við nokkrum sætum vegna þeirrar staðreyndar að stór hópur þátttakenda getur ekki lengur komið til landsins til að taka þátt. Opnað verður fyrir skráningu í hlaupið aftur miðvikudaginn 20. maí klukkan 12 að hádegi á íslenskum tíma.

Við viljum samt benda á að nú eru um 11 vikur fram að hlaupi og Laugavegshlaupið er aðeins fyrir reynslumikla hlaupara í góðri alhliða þjálfun, 18 ára og eldri. Sjá nánar hér: https://www.laugavegshlaup.is/er-laugavegshlaupid-fyrir-thig.

Ef ég fæ sæti í hlaupið núna þegar seinni skráning hefst, get ég hætt við og fengið endurgreitt?

Nei, þeir sem skrá sig í þessari seinni skráningu afsala sér rétt til 50% endurgreiðslu við skráningu í hlaupið.

Ég er skráð/ur í hlaupið en er meidd/ur. Get ég boðið öðrum að taka við minni skráningu?

Nei, sömu reglur gilda nú og áður. Ekki er hægt að færa skráningu á milli einstaklinga.

Get ég skráð mig á biðlista?

Nei, það er enginn biðlisti í Laugavegshlaupið, fyrstur kemur fyrstur fær reglan gildir.

Hlauparar búsettir erlendis

Ég er búsett/ur erlendis en vill samt láta á það reyna að taka þátt, má ég það?

Já, síðasta tilkynning sem okkur hefur borist frá yfirvöldum segir að frá og með 15. júní verði fólk ekki skyldað í sóttkví við komu til landsins. Þeir sem koma til landsins verða hins vegar að fara í skimun á flugvellinum og vera í sóttkví þangað til niðurstaða kemur. Áætlað er að niðurstaða verði komin eftir sólarhring. Búið er að ákveða að gera þetta í tvær vikur til að byrja með og endurskoða síðan ef þörf er talin á. Við munum uppfæra upplýsingarnar þegar það á við. Áður en þú gerir ráðstafanir vegna ferðalaga frá því landi sem þú kemur frá skaltu kynna þér hvort þessar reglur eiga við um þitt land líka.

Samstarfsaðilar
 • Reykjavik Excursions
 • Hoka - Sportís
 • 66 Norður
 • Suzuki
 • margt smátt
 • Volcano Huts
 • Korta
 • Ferðafélag Íslands
 • Bændaferðir
 • ITRA member
 • Gatorade
 • Avis

Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) var stofnað 1944 og eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík. Árlega hefur Íþróttabandalagið umsjón með fimm stórum íþróttaviðburðum: Laugavegshlaupið í júlí, Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka í ágúst, Miðnæturhlaup Suzuki í júní, Norðurljósahlaup Orkusölunnar í febrúar og Reykjavíkurleikar í janúar.