Innifalið í skráningargjaldi Laugavegs hlaupsins í ár er Grettir peysa úr Polartec® Power Dry® efni frá 66° Norður sem andar einstaklega vel og þornar fljótt. Flíkin er með rennilás í háls og flötum saumum sem erta ekki húðina. Hlauparar eru hvattir til að kynna sér vel stærðir áður en skráning fer fram til að tryggja að flíkin passi eins vel og hægt er.
Peysurnar eru fáanlegar í karla- og kvennastærðum. Karla sniðið er beint en kvenna aðsniðið eða svokallað slim-fit.