Veðurspá

Samkvæmt spá Veðurvaktarinnar lítur út fyrir rigningu í upphafi hlaups á laugardaginn og rigningu, blæstri á móti hlaupurum og þoku í Hrafntinnuskeri. Frá Álftavatni og í Þórsmörk eru líkur á að verði skýjað, þurrt og hægur vindur. Smelltu á myndina til að skoða nánar. 

Veðurspá gerð 14. júlí 2018

Veður á þessu svæði er síbreytilegt og mikill snjór í kringum Hrafntinnusker og því mikilvægt að allir hafi tiltækan þann klæðnað sem áður var búið að ráðleggja. Einnig er mikilvægt að hlauparar láti tösku með hlýjum fatnaði til að klæðast eftir hlaup í rútu hlaupsins í Landamannalaugum sem verður flutt inní Þórsmörk og þeir finna í farangurstjaldi á marksvæði. Sjá nánar um farangur hér.

Rétt er að ítreka líka að þó að drykkjarstöðvar séu á leiðinni er nauðsynlegt að hver og einn hlaupari hafi meðferðis drykkjarbrúsa og orkugel eða aðra næringu. Óheimilt er með öllu að kasta rusli frá sér á leiðinni. Vinsamlega leggið ykkar af mörkum við að skilja við hlaupaleiðina eins og enginn hafi farið þar um. Hver og einn þarf að passa uppá að missa ekki frá sér sín gelbréf og drykkjarmál og aðrar umbúðir utan af mat, plástrum o.fl. Hægt er að losa sig við rusl á drykkjarstöðvum og á marksvæðinu í Þórsmörk. Til að minnka rusl er miðað við að hver hlaupari fái aðeins eitt glas á hverri drykkjarstöð en að sjálfsögðu má fylla á það eins oft og hver þarf. Sjá nánar um drykkjarstöðvar og þjónustuna á leiðinni hér.

Deila þessari frétt
Samstarfsaðilar
 • Reykjavik Excursions
 • Hoka - Sportís
 • 66 Norður
 • Suzuki
 • margt smátt
 • Volcano Huts
 • Korta
 • Ferðafélag Íslands
 • Bændaferðir
 • ITRA member
 • Gatorade
 • Avis

Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) var stofnað 1944 og eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík. Árlega hefur Íþróttabandalagið umsjón með fimm stórum íþróttaviðburðum: Laugavegshlaupið í júlí, Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka í ágúst, Miðnæturhlaup Suzuki í júní, Norðurljósahlaup Orkusölunnar í febrúar og Reykjavíkurleikar í janúar.