Vinnuhópur skoðar frekari bætingar

Undanfarin ár hefur verið starfandi vinnuhópur í tengslum við Laugavegshlaupið og tekið fyrir þætti sem koma að umgjörð og skipulagi hlaupsins eins og  t.d. öryggismál og tímatakmörk. Í vetur hefur hópurinn skoðað hvernig hægt er að bæta fyrirkomulag á skráningunni í hlaupið. Síðustu ár hefur selst upp í hlaupið og ljóst að eftirspurnin er mikil eftir því að taka þátt í Laugavegshlaupinu og hlaupa þessa mögnuðu leið milli Landmannalauga og Þórsmerkur.

 

Stefnt er að því að taka upp nýtt fyrirkomulag á skráningunni fyrir hlaupið 2022 og verður fyrirkomulagið kynnt nánar í maí.

 

Íþróttabandalag Reykjavíkur, framkvæmdaraðili hlaupsins, er aðili að ITRA (International Trail Running Association).

Í vinnuhópnum eru, frá vinstri, Bárður Árnason, frá Frískum Flóamönnum, Guðni Páll Pálsson og Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir, afrekshlauparar í utanvegahlaupum og Friðleifur Friðleifsson, stjórnarmaður í Langhlaupanefnd FRÍ.

Deila þessari frétt
Samstarfsaðilar
 • Reykjavik Excursions
 • Hoka - Sportís
 • 66 Norður
 • Suzuki
 • margt smátt
 • Volcano Huts
 • Ferðafélag Íslands
 • Bændaferðir
 • ITRA member
 • Gatorade
 • Avis

Netfang: [email protected] - Sími: 535 3700

Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) var stofnað 1944 og eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík. Árlega hefur Íþróttabandalagið umsjón með fimm stórum íþróttaviðburðum: Laugavegshlaupið í júlí, Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka í ágúst, Miðnæturhlaup Suzuki í júní, Norðurljósahlaup Orkusölunnar í febrúar og Reykjavíkurleikar í janúar.