Skráning viðbótarupplýsinga

Laugavegshlaupið 2018 nálgast óðfluga og nú er aðeins um mánuður til stefnu. Við vonum að undirbúningur hlaupara gangi vel og allir séu um það bil að verða klárir í slaginn.

Allir hlauparar þurfa nú að fara inn á „mínar síður“ á marathon.is og skrá viðbótarupplýsingar. Um er að ræða skráningu á áætluðum lokatíma og ósk um að vera í ráshóp með ákveðnum hlaupafélögum. Á sama stað er hægt að panta sæti í rútu hlaupsinsmorgunmat í Hrauneyjum og heitan mat í Þórsmörk ef fólk vill. Greiða þarf fyrir rútu og mat við afhendingu gagna. Síðasti dagur til að skrá þessar upplýsingar er sunnudagurinn 1.júlí. Eftir þann tíma lokar skráningin.

Notendanafn hlaupara á „mínum síðum“ er kennitalan og lykilorðið var sent til þeirra í tölvupósti við skráningu í hlaupið. Smellt er á „i“ merkið undir aðgerðir til að komast á viðbótarupplýsingasíðuna. Hér er hægt að sækja nýtt lykilorð ef það er týnt. Athugið að ef nýtt lykilorð berst ekki gæti það verið í rusl póst hólfi, það ratar því miður stundum þangað.

Dagana fram að hlaupi fá hlauparar nánari upplýsingar um veður, færð o.fl. og eru því beðnir að fylgjast vel með tölvupóstinum sínum. Allir upplýsingapóstar um hlaupið eru sendir frá [email protected] og því gott að setja það netfang sem tengilið í pósthólfinu. 

Bendum að lokum á að allar beiðnir um endurgreiðslu 50% þátttökugjalds og þar með afskráningu úr hlaupinu þurfa að berast fyrir 1.júlí 2018. Sjá nánar um endurgreiðslu hér í skilmálum hlaupsins.

Laugavegshlaupari í fallegu umhverfi

Deila þessari frétt
Samstarfsaðilar
 • Reykjavik Excursions
 • Hoka - Sportís
 • 66 Norður
 • Suzuki
 • margt smátt
 • Volcano Huts
 • Camelbak
 • Korta
 • Ferðafélag Íslands
 • Bændaferðir
 • ITRA member
 • Gatorade

Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) var stofnað 1944 og eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík. Árlega hefur Íþróttabandalagið umsjón með fimm stórum íþróttaviðburðum: Laugavegshlaupið í júlí, Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka í ágúst, Miðnæturhlaup Suzuki í júní, Norðurljósahlaup Orkusölunnar í febrúar og Reykjavíkurleikar í janúar.