Skráning hefst 10.janúar

Skráning í Laugavegshlaupið sem fram fer laugardaginn 18. júlí 2020 hefst föstudaginn 10. janúar 2020 klukkan 12:00 á hádegi. Upplýsingar um verð, skilmála o.þ.h. eru nú aðgengilegar hér á vef hlaupsins.

Vakin er sérstök athygli á því að það eru tímatakmörk Laugavegshlaupinu. Þátttakendur þurfa að ljúka hlaupinu á innan við 9 klukkustundum og 15 mínútum og yfirgefa drykkjarstöðina við Álftavatn innan 4 klukkustunda frá upphafi hlaups og drykkjarstöðina í Emstrum innan 6 klukkustunda og 30 mínútna frá upphafi hlaups. Einnig er skylt að vera með sitt eigið drykkjarmál eða brúsa ásamt flautu, álteppi og síma með neyðarnúmerinu 112 vistuðu. Sjá nánari upplýsingar um skilyrði fyrir þátttöku hér.

Á meðfylgjandi myndbandi má sjá svipmyndir frá Laugavegshlaupinu 2019.

Laugavegshlaupið 2019

Deila þessari frétt
Samstarfsaðilar
 • Reykjavik Excursions
 • Hoka - Sportís
 • 66 Norður
 • Suzuki
 • margt smátt
 • Volcano Huts
 • Korta
 • Ferðafélag Íslands
 • Bændaferðir
 • ITRA member
 • Gatorade
 • Avis

Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) var stofnað 1944 og eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík. Árlega hefur Íþróttabandalagið umsjón með fimm stórum íþróttaviðburðum: Laugavegshlaupið í júlí, Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka í ágúst, Miðnæturhlaup Suzuki í júní, Norðurljósahlaup Orkusölunnar í febrúar og Reykjavíkurleikar í janúar.