Skráning er hafin

Skráning í Laugavegshlaupið 2021 sem fram fer laugardaginn 17.júlí.

Skráning hér.

Síðustu ár hafa hlauparar um allan heim keppst um að ná sæti í þessu eftirsótta hlaupi. 2020 seldist upp á aðeins 3 klukkutímum, 3 dögum árið 2019 og 3 vikum árið 2018.

Hlauparar sem ekki hafa tekið þátt í Laugavegshlaupinu eru hvattir til að lesa "Er Laugavegshlaupið fyrir þig?". Þar er farið yfir þau skilyrði sem þátttakendur þurfa að uppfylla í þessu krefjandi hlaupi.

Tímamörk eru sett með öryggi hlauparans í huga, en það má lesa meira um það hér.

Gangi ykkur vel í undirbúningnum

Deila þessari frétt
Samstarfsaðilar
 • Reykjavik Excursions
 • Hoka - Sportís
 • 66 Norður
 • Suzuki
 • margt smátt
 • Volcano Huts
 • Ferðafélag Íslands
 • Bændaferðir
 • ITRA member
 • Gatorade
 • Avis

Netfang: [email protected] - Sími: 535 3700

Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) var stofnað 1944 og eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík. Árlega hefur Íþróttabandalagið umsjón með fimm stórum íþróttaviðburðum: Laugavegshlaupið í júlí, Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka í ágúst, Miðnæturhlaup Suzuki í júní, Norðurljósahlaup Orkusölunnar í febrúar og Reykjavíkurleikar í janúar.