Tilkynning: Sætum hefur verið bætt við hlaupið í ár

Íþróttabandalag Reykjavíkur hefur á undanförnum vikum unnið í samstarfi við Almannavarnir að breyttu skipulagi Laugavegshlaupsins. Miðað við afléttingu á samkomubanni sem fyrirhugaðar eru þá er gert ráð fyrir eftirfarandi breytingum:

 1. Hlauparar verða ræstir á 5 sekúndna fresti, eftir áætluðum lokatíma,.
 2. Þjónusta á drykkjarstöðvum verður skert.
 3. Skipulag annað á rútuferðum þátttakenda til Landmannalauga og frá Húsadal enda ljóst að færri komast í hverja rútu.

Nánari upplýsingar um breytingar á skipulagi eru inn á heimasíðu hlaupsins: www.laugavegshlaup.is

75% endurgreiðsla

Vegna óvissuástands sem ríkt hefur og til að koma á móts við þátttakendur sem sjá sér ekki fært að taka þátt í hlaupinu eða komast ekki til landsins hefur frestur verið framlengdur til 19.maí gagnvart 75% endurgreiðslu á þátttökugjaldi. Einnig bjóðum við þeim sem búa erlendis upp á að færa skráninguna til ársins 2021. Þátttakendur sem ætla að nýta sér þessi úrræði eru vinsamlegast beðnir um að senda póst á [email protected] sem fyrst eða í síðast lagi 19. maí. 50% endurgreiðsla á þátttökugjaldi vegna forfalla gildir áfram til 1. júlí.

Sætum bætt við hlaupið

Skráning í Laugavegshlaupið mun opna aftur miðvikudaginn 20. maí kl. 12:00. Skráningin er bindandi og þeir sem skrá sig þá í hlaupið eiga ekki möguleika á að fá 50% endurgreiðsla á þátttökugjaldi vegna forfalla sem gildir áfram til 1. júlí. Nú er um 11 vikur fram að hlaupi og er Laugavegur Ultra Maraþon aðeins fyrir reynslumikla hlaupara í góðri alhliða þjálfun, 18 ára og eldri, sjá nánar hér: https://www.laugavegshlaup.is/er-laugavegshlaupid-fyrir-thig.

Með kveðju,
Íþróttabandalag Reykjavíkur

Deila þessari frétt
Samstarfsaðilar
 • Reykjavik Excursions
 • Hoka - Sportís
 • 66 Norður
 • Suzuki
 • margt smátt
 • Volcano Huts
 • Korta
 • Ferðafélag Íslands
 • Bændaferðir
 • ITRA member
 • Gatorade
 • Avis

Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) var stofnað 1944 og eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík. Árlega hefur Íþróttabandalagið umsjón með fimm stórum íþróttaviðburðum: Laugavegshlaupið í júlí, Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka í ágúst, Miðnæturhlaup Suzuki í júní, Norðurljósahlaup Orkusölunnar í febrúar og Reykjavíkurleikar í janúar.