Rannveig og Þorbergur sigruðu 2018
14. júlí 2018

Laugavegshlaupið fór fram í 22.sinn í dag í ágætis aðstæðum. Sigurvegarar hlaupsins voru þau Þorbergur Ingi Jónsson og Rannveig Oddsdóttir.

Rannveig sigraði í kvennaflokki en hún hljóp á besta tíma íslenskra kvenna frá upphafi á þessari 55 km leið, 5:16:11. Í öðru sæti var Anna Berglind Pálmadóttir á 5:26:28 og í því þriðja Diana Dzaviza frá Lettlandi á 5:30:04.

Þorbergur Ingi sigraði í karlaflokki á þriðja besta tíma sem náðst hefur í hlaupinu 4:10:44. Hann nú fjóra bestu tímana í hlaupinu. Í öðru sæti var Simon Karlsson frá Svíþjóð á 4:32:21 og í þriðja sæti Ingvar Hjartarson á 4:34:40.

Aðstæður voru betri en flestir þorðu að vona á hlaupaleiðinni í dag, ekki rigning í upphafi eins og spáð var og hlýrra. Snjórinn í kringum Hrafntinnusker sem er hæðsti punktur leiðarinnar var þó hlaupurum erfiður því hann var laus í sér. Þó vindur væri ekki mikill þegar komið var framhjá Hrafntinnuskeri var hann í fangið á hlaupurum sem er alltaf erfitt.

Smellið hér til að skoða heildarúrslit hlaupsins.

Til hamingju með árangurinn og takk fyrir góðan dag!

Deila þessari frétt
Samstarfsaðilar

Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) var stofnað 1944 og eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík. Árlega hefur Íþróttabandalagið umsjón með sex stórum íþróttaviðburðum: Laugavegshlaupið í júlí, Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka í ágúst, Tour of Reykjavik og Miðnæturhlaup Suzuki í júní, Norðurljósahlaup Orkusölunnar í febrúar og Reykjavíkurleikar í janúar.