Undirritun samstarfssamninga

Í mars var undirritaður nýr samstarfssamningur milli Íþróttabandalags Reykjavíkur, Frískra Flóamanna og Björgunarfélags Árborgar um brautargæslu í Laugavegshlaupinu næstu þrjú árin.

FF og BFÁ hafa séð um brautargæslu a.m.k frá 2004 og er það mikils virði að hafa starfsmenn með reynslu á þessari krefjandi hlaupaleið. BFÁ sér einnig um að flytja búnað í Hrafntinnusker, Jökultungur, Álftavatn, Hvanngil, Bláfjallakvísl, á sandana, í Emstrur, Emstrugil, Ljósá og Þröngá.

Samstarf ÍBR við FF og BFÁ hefur verið mjög gott og hafa hlauparar verið ánægðir með þá þjónustu sem þeir hafa fengið frá starfmönnum í hlaupinu. Í könnun sem lögð var fyrir hlaupara eftir hlaupið 2020 kom fram að 100% svarenda mæla með Laugavegshlaupinu og 97% voru ánægðir með þjónustuna á drykkjarstöðvum

Frá undirritun samningsins. Jóhann Valgeir Helgason, formaður BFÁ, Jóna Hildur Bjarnadóttir, hlaupastjóri Laugavegshlaupsins og Aðalbjörg Skúladóttir, formaður FF.

Deila þessari frétt
Samstarfsaðilar
 • Reykjavik Excursions
 • Hoka - Sportís
 • 66 Norður
 • Suzuki
 • margt smátt
 • Volcano Huts
 • Ferðafélag Íslands
 • Bændaferðir
 • ITRA member
 • Gatorade
 • Avis

Netfang: [email protected] - Sími: 535 3700

Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) var stofnað 1944 og eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík. Árlega hefur Íþróttabandalagið umsjón með fimm stórum íþróttaviðburðum: Laugavegshlaupið í júlí, Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka í ágúst, Miðnæturhlaup Suzuki í júní, Norðurljósahlaup Orkusölunnar í febrúar og Reykjavíkurleikar í janúar.