Laugavegshlaupið 2019 - helstu upplýsingar

Laugavegshlaupið fer fram í 23. sinn laugardaginn 13.júlí 2019. Alls eru 551 hlauparar á ráslista, 196 konur og 355 karlar. Íslenskir þátttakendur eru 345 talsins og frá öðrum löndum 206. Fjölmennastir erlendu gestanna eru Bandaríkjamenn en þeir eru 58 skráðir og næst flestir eru Bretar sem eru 24 talsins. Þátttakendur í hlaupinu eru af 30 mismunandi þjóðernum.

Hlaupið hefst við skála Ferðafélags Íslands í Landmannalaugum, laugardaginn 13.júlí 2019 klukkan 9.00 og lýkur við skála Ferðafélagsins í Húsadal í Þórsmörk. Tímamörk eru í hlaupinu og þurfa hlauparar að yfirgefa drykkjarstöð við Álftavatn (22 km) á innan við 4 klst og drykkjarstöð við Emstruskála (34 km) á innan við 6 klst og 30 mínútum. Það er því aðeins fyrir vel æfða hlaupara að taka þátt í þessari miklu þolraun.

Stefnt er að því að vera með lifandi úrslit hér á vefnum en vegna óstöðugs gsm sambands á svæðinu er ekki hægt að lofa því. Fregnir af fyrstu hlaupurum verða birtar á Facebook síðu hlaupsins um leið og þær liggja fyrir en heildarúrslit verða birt hér á vefnum að hlaupi loknu eða um kl.19.

Áhorfendum sem vilja koma inn í Þórsmörk til að taka á móti hlaupurum er bent á að rútuferðir eru á vegum Reykjavik Excursions frá Reykjavík, Hvolsvelli og fleiri stöðum sem hægt er að bóka á re.is. Einnig er boðið uppá ferðir yfir Krossá á vegum Reykjavík Excursions sjá nánar undir rútuferðir hér.

Gagnlegar upplýsingar á hlaupdag:

Frá Laugavegshlaupinu

Deila þessari frétt
Samstarfsaðilar
 • Reykjavik Excursions
 • Hoka - Sportís
 • 66 Norður
 • Suzuki
 • margt smátt
 • Volcano Huts
 • Korta
 • Ferðafélag Íslands
 • Bændaferðir
 • ITRA member
 • Gatorade
 • Avis

Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) var stofnað 1944 og eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík. Árlega hefur Íþróttabandalagið umsjón með fimm stórum íþróttaviðburðum: Laugavegshlaupið í júlí, Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka í ágúst, Miðnæturhlaup Suzuki í júní, Norðurljósahlaup Orkusölunnar í febrúar og Reykjavíkurleikar í janúar.