Fréttatilkynning

Skráning í Laugavegshlaupið 2021 fór fram í dag og seldist upp í hlaupið á innan við hálftíma. Laugavegshlaupið er að verða sífellt vinsælla og komast því miður færri að en vilja.

Tölvukerfi okkar átti því miður erfitt í hádeginu í dag.  Um tíma leit út fyrir að skráningarsíðan hefði hrunið en svo reyndist þó ekki vera.  Einhverjir lentu þó í vandræðum með að skrá sig þar sem fjölmargir voru að reyna á sama tíma.

Við skiljum vonbrigði hlaupara sem náðu ekki sæti.  Okkur þykir þetta mjög leitt og myndum gjarnan vilja taka við fleirum en vegna öryggisástæðna er fjöldi þeirra sem getur tekið þátt takmarkaður.

Árið 2020 opnuðum við fyrir skráningar aftur vegna forfalla erlendra þátttakenda tengdt Covid.  Það er möguleiki á að slík staða komi aftur upp í vor og biðjum við þá sem hafa áhuga á að fylgjast með því að skrá sig á póstlista okkar [email protected]

Deila þessari frétt
Samstarfsaðilar
 • Reykjavik Excursions
 • Hoka - Sportís
 • 66 Norður
 • Suzuki
 • margt smátt
 • Volcano Huts
 • Ferðafélag Íslands
 • Bændaferðir
 • ITRA member
 • Gatorade
 • Avis

Netfang: [email protected] - Sími: 535 3700

Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) var stofnað 1944 og eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík. Árlega hefur Íþróttabandalagið umsjón með fimm stórum íþróttaviðburðum: Laugavegshlaupið í júlí, Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka í ágúst, Miðnæturhlaup Suzuki í júní, Norðurljósahlaup Orkusölunnar í febrúar og Reykjavíkurleikar í janúar.