Kort í hlaupaúrið
7. júní 2019

Vegalengdin frá Landmannalaugum í Þórsmörk er um 55 km. Stígur er alla leiðina þar sem undirlag er að mestu leyti sandur, möl, gras, snjór, ís og vatnsföll. Leiðin er mjög vel stikuð þannig að ekki ætti að vera mikil hætta á að farið sé af leið.

Það getur samt sem áður verið gott að hafa hlaupaleiðina í úrinu eða GPS tækinu sínu á Laugaveginum því skyggni getur verið slæmt, sérstaklega í kringum Hrafntinnusker, og svo er líka gott að vita hversu langt er í næstu drykkjarstöð eða tímatakmarkahlið.

Hægri smellið á hnappinn hér fyrir neðan til að vista GPX skrá sem inniheldur GPS feril leiðarinnar ásamt upplýsingum um staðsetningar drykkjarstöðva og tímatakmarka. GPS ferillinn er fenginn frá hlauparanum Sigurði Kiernan en Garmin búðin bætti inn upplýsingum um staðsetningu drykkjarstöðva og tímatakmarka.

Hendi með Garmin hlaupaúr á sér

Deila þessari frétt
Samstarfsaðilar

Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) var stofnað 1944 og eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík. Árlega hefur Íþróttabandalagið umsjón með sex stórum íþróttaviðburðum: Laugavegshlaupið í júlí, Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka í ágúst, Tour of Reykjavik og Miðnæturhlaup Suzuki í júní, Norðurljósahlaup Orkusölunnar í febrúar og Reykjavíkurleikar í janúar.