Aftur fullbókað í Laugavegshlaupið 2020

Fullbókað er nú aftur í Laugavegshlaupið 2020. Skráningu hefur verið lokað, en það seldist upp í hlaupið innan við hálftíma. Þess má geta að það voru ekki aðeins Íslendingar sem skráðu sig í hlaupið í dag.

Þeir sem ekki náðu að skrá sig í ár er bent á að Laugavegshlaupið 2021 fer fram laugardaginn 17. júlí og hefst skráning í janúar 2021.

Í júní fá skráðir þátttakendur boð um að panta sæti í rútu hlaupsins, morgunmat og heitan mat á marksvæði. Þegar nær dregur hlaupi verða einnig sendar upplýsingar um ástand hlaupaleiðarinnar, veðurspá o.fl. Allur póstur er sendur frá netfanginu [email protected]. Mælt er með því að setja netfangið inn sem tengilið svo að mikilvægar upplýsingar fari í ekki í ruslpóstsíur.

Deila þessari frétt
Samstarfsaðilar
 • Reykjavik Excursions
 • Hoka - Sportís
 • 66 Norður
 • Suzuki
 • margt smátt
 • Volcano Huts
 • Korta
 • Ferðafélag Íslands
 • Bændaferðir
 • ITRA member
 • Gatorade
 • Avis

Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) var stofnað 1944 og eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík. Árlega hefur Íþróttabandalagið umsjón með fimm stórum íþróttaviðburðum: Laugavegshlaupið í júlí, Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka í ágúst, Miðnæturhlaup Suzuki í júní, Norðurljósahlaup Orkusölunnar í febrúar og Reykjavíkurleikar í janúar.