Fullt í Laugavegshlaupið 2020

Fullbókað er nú í Laugavegshlaupið 2020 og hefur skráningu því verið lokað. Að þessu sinni seldist upp í hlaupið á innan við þremur klukkustundum.

Ekki verður boðið uppá skráningu á biðlista. Fyrirkomulagið er þannig að yfirbókað er í hlaupið því vitað er samkvæmt reynslu síðustu ára að hluti af skráðum þátttakendum þarf að hætta við og er gert ráð fyrir því bæði í verðinu og skipulaginu. Þeim sem ekki náðu að skrá sig í ár er bent á að Laugavegshlaupið 2021 fer fram laugardaginn 17.júlí og hefst skráning í janúar 2021.

Hlauparar frá 35 löndum víðsvegar um heiminn eru skráðir til þátttöku, 72% Íslendingar og 28% frá öðrum löndum.

Í júní fá skráðir þátttakendur boð um að panta sæti í rútu hlaupsins, morgunmat og heitan mat á marksvæði. Þegar nær dregur hlaupi verða einnig sendar upplýsingar um ástand hlaupaleiðarinnar, veðurspá o.fl. Allur póstur er sendur frá netfanginu [email protected]. Mælt er með því að setja netfangið inn sem tengilið svo að mikilvægar upplýsingar fari í ekki í ruslpóstsíur.

Þátttakendur á hlaupum í grænu undirlagi.

Deila þessari frétt
Samstarfsaðilar
 • Reykjavik Excursions
 • Adidas
 • Garmin
 • 66 Norður
 • Suzuki
 • margt smátt
 • Volcano Huts
 • Camelbak
 • Merki
 • Ferðafélag Íslands
 • Bændaferðir

Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) var stofnað 1944 og eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík. Árlega hefur Íþróttabandalagið umsjón með fimm stórum íþróttaviðburðum: Laugavegshlaupið í júlí, Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka í ágúst, Miðnæturhlaup Suzuki í júní, Norðurljósahlaup Orkusölunnar í febrúar og Reykjavíkurleikar í janúar.