Allir hlauparar mæla með Laugavegshlaupinu

Laugavegshlaupið 2019 fór fram laugardaginn 13.júlí í 23.sinn. 513 hlauparar komu í mark í Þórsmörk og hafa aldrei jafn margir lokið hlaupinu.

Á dögunum fengu þátttakendur senda stutta viðhorfskönnun. Markmiðið með könnuninni var að gefa þátttakendum kost á að koma með ábendingar um það sem betur mætti fara svo hægt verði að halda enn betra hlaup á næsta ári. Um 300 manns tóku þátt í könnuninni og þökkum við þeim öllum kærlega fyrir að gefa sér tíma til að svara.

Gaman er að segja frá því að allir sem tóku þátt í könnuninni myndu mæla með Laugavegshlaupinu við aðra hlaupara. Margar fínar ábendingar bárust einnig sem munu nýtast vel í undirbúningi fyrir næsta hlaup.

Fjórir heppnir sem luku könnuninni voru dregnir út og fá 5.000 kr gjafabréf sem gildir sem greiðsla uppí þátttökugjöld í viðburði á vegum Íþróttabandalags Reykjavíkur. Eftirfarandi eru þátttökunúmer þeirra heppnu:

 • 26363088
 • 26363818
 • 26365398
 • 26558840

Vinningshafar þurfa að senda póst á [email protected] og fá þá send gjafabréfin sín um hæl.

Anna Berglind Pálmadóttir í Laugavegshlaupinu 2019

Deila þessari frétt
Samstarfsaðilar
 • Reykjavik Excursions
 • Hoka - Sportís
 • 66 Norður
 • Suzuki
 • margt smátt
 • Volcano Huts
 • Korta
 • Ferðafélag Íslands
 • Bændaferðir
 • ITRA member
 • Gatorade
 • Avis

Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) var stofnað 1944 og eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík. Árlega hefur Íþróttabandalagið umsjón með fimm stórum íþróttaviðburðum: Laugavegshlaupið í júlí, Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka í ágúst, Miðnæturhlaup Suzuki í júní, Norðurljósahlaup Orkusölunnar í febrúar og Reykjavíkurleikar í janúar.