Afhending hlaupagagna
8. júlí 2019

Hlaupagögn fyrir Laugavegshlaupið 2019 verða afhend í Laugardalshöll fimmtudaginn 11.júlí milli kl.10 og 18 og föstudaginn 12.júlí milli kl.9 og 17. 

Við afhendingu gagna þarf að framvísa persónuskilríkjum og undirrita skilmála. Meðal annars er verið að undirrita samþykki fyrir því að hafa kynnt sér reglur hlaupsins og því mikilvægt að þátttakendur lesir þær hér á vefnum. Þau sem ekki komast til að veita gögnum sínum móttöku og senda fulltrúa í sinn stað þurfa að prenta út og skrifa undir skilmálana sem má finna hér

Eins og áður hefur komið fram er þátttakendum skylt að taka með sér álteppi og flautu í hlaupið í öryggisskini. Margir eiga þennan búnað en þeir sem ekki eiga geta keypt hann hjá okkur við afhendingu gagna í Laugardalshöll. Álteppi frá Adidas verða seld á 500 kr og flautur á 300 kr. Einnig verða til sölu derhúfur, hanskar og mittistöskur frá 66° Norður og brúsar frá Camelbak.

Flautur og álteppi

Það er skylda að hlaupa með flautu og álteppi í Laugavegshlaupinu 2019

Bolur Laugavegshlaupsins 2019 er frá 66°Norður

Léttur og þægilegur Grettir frá 66°Norður er bolur Laugavegshlaupsins 2019 og verður afhentur í Laugardalshöll

Deila þessari frétt
Samstarfsaðilar

Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) var stofnað 1944 og eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík. Árlega hefur Íþróttabandalagið umsjón með sex stórum íþróttaviðburðum: Laugavegshlaupið í júlí, Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka í ágúst, Tour of Reykjavik og Miðnæturhlaup Suzuki í júní, Norðurljósahlaup Orkusölunnar í febrúar og Reykjavíkurleikar í janúar.